„Feluleikurinn hefur farið mjög illa með mann“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 19:30 „Það eru fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig.“ Þetta segir lesbía á níræðisaldri. Hún segir þöggun um málefni hinsegin fólks á efri árum vera óbærilega, og vill hreinskilnari og opnari umræðu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Samtökin 78 hefðu á dögunum stofnað sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, þar sem stórlega vanti upp á fagþekkingu á þeirra málefnum. Fjörutíu ára samband í leynumNanna Úlfsdóttir er áttatíu og eins árs lesbía. Hún kom út úr skápnum fyrir tuttugu árum. Þá hafði hún búið með konu í fjörutíu ár. „Þó að ég geti ekki kvartað yfir mínu lífi, í sjálfu sér, þá hefur feluleikurinn farið mjög illa með mann. Mjög illa. Og þetta kannski tekur á mann eftir því sem árin líða,“ segir hún. Ljóst sé að hinsegin fólk sé að finna á dvalar- og öldrunarheimilum þó að starfsfólk sé ekki meðvitað um það. „Ég get alveg trúað þessu að það sé rétt, því að svigrúmið er ekkert gefið. Við eigum alltaf að vera eins. Og þegar fólk er farið að verða fullorðið og haldi nú að það eigi rétt á frelsi, þá eru bara allar dyr lokaðar. Þá er komið fram við alla eins og þeir séu eins,“ segir Nanna.Fólk kemur út úr skápnum eftir að makinn fellur fráHún starfaði sjálf fyrir Samtökin 78 og segir dæmi um að fólk komi út úr skápnum á efri árum, jafnvel eftir að maki þeirra fellur frá. Samkynhneigð sé að vissu leyti enn feimnismál hjá hennar kynslóð. „Þögnin er ansi mikil ennþá. Og ég get bara sagt mína eigin reynslu. Ég held að það séu mjög fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig. Þannig að þöggunin hún er, kannski getum við bara sagt, hún er óbærileg í reynd. Það mætti gjarnan vera heiðarlegri og hreinskilnari umræða.“ Nanna segir mikilvægt að fólk fái svigrúm til að fá að blómstra á eigin forsendum. „Lífið er ekki búið fyrr en maður kveður, sofnar bara að eilífu. Þetta er eins og annað. Opin, heiðarleg, hreinskiptin umræða, hún gerir ótrúlega mikið fyrir líðan fólks á heildina litið.“ Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
„Það eru fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig.“ Þetta segir lesbía á níræðisaldri. Hún segir þöggun um málefni hinsegin fólks á efri árum vera óbærilega, og vill hreinskilnari og opnari umræðu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Samtökin 78 hefðu á dögunum stofnað sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, þar sem stórlega vanti upp á fagþekkingu á þeirra málefnum. Fjörutíu ára samband í leynumNanna Úlfsdóttir er áttatíu og eins árs lesbía. Hún kom út úr skápnum fyrir tuttugu árum. Þá hafði hún búið með konu í fjörutíu ár. „Þó að ég geti ekki kvartað yfir mínu lífi, í sjálfu sér, þá hefur feluleikurinn farið mjög illa með mann. Mjög illa. Og þetta kannski tekur á mann eftir því sem árin líða,“ segir hún. Ljóst sé að hinsegin fólk sé að finna á dvalar- og öldrunarheimilum þó að starfsfólk sé ekki meðvitað um það. „Ég get alveg trúað þessu að það sé rétt, því að svigrúmið er ekkert gefið. Við eigum alltaf að vera eins. Og þegar fólk er farið að verða fullorðið og haldi nú að það eigi rétt á frelsi, þá eru bara allar dyr lokaðar. Þá er komið fram við alla eins og þeir séu eins,“ segir Nanna.Fólk kemur út úr skápnum eftir að makinn fellur fráHún starfaði sjálf fyrir Samtökin 78 og segir dæmi um að fólk komi út úr skápnum á efri árum, jafnvel eftir að maki þeirra fellur frá. Samkynhneigð sé að vissu leyti enn feimnismál hjá hennar kynslóð. „Þögnin er ansi mikil ennþá. Og ég get bara sagt mína eigin reynslu. Ég held að það séu mjög fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig. Þannig að þöggunin hún er, kannski getum við bara sagt, hún er óbærileg í reynd. Það mætti gjarnan vera heiðarlegri og hreinskilnari umræða.“ Nanna segir mikilvægt að fólk fái svigrúm til að fá að blómstra á eigin forsendum. „Lífið er ekki búið fyrr en maður kveður, sofnar bara að eilífu. Þetta er eins og annað. Opin, heiðarleg, hreinskiptin umræða, hún gerir ótrúlega mikið fyrir líðan fólks á heildina litið.“
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira