„Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2015 14:18 Sigmundur Davíð hraðaði sér úr sæti sínu þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar spurðu út í fyrirhugað afnám verðtryggingar. „Er hann að éta köku enn eina ferðina?“ spurði Helgi Hjörvar. visir/Daníel Fyrir stundu fóru fram snarpar umræður á hinu háa Alþingi þar sem hart er sótt að forsætisráðherra af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í óundirbúnum fyrirspurnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs fyrstur en svo komu þingmenn í röðum og óskuðu eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sinnti óskum um að verðtrygging, og fyrirhugað afnám hennar, yrði tekin til umræðu á Alþingi. Um leið og Árni Páll tók til máls flýtti forsætisráðherra sér úr salnum og fór þá kurr um þingsalinn. Þingmennirnir mótmæltu því harðlega, við forseta Alþingis, að Sigmundur Davíð væri látinn komast upp með það að hunsa óskir um að ræða verðtrygginguna, sem var eitt af stóru kosningamálum Framsóknarflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðaði sig á þessu því sem hún sagði lítilsvirðingu við þingið, að um leið og þetta kæmi til tals mætti „sjá í iljarnar á Sigmundir úr salnum.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að forsætisráðherra hafi nú verið látinn komast upp með að hunsa óskir sínar um slíka umræðu nú mánuðum saman. „Ég ætlast til þess að forseti Alþingis sjái til þess að sú umræða fari fram.“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vg sem og Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson frá Pírötum, tóku undir þessa kröfu, þau voru ómyrk í máli og sögðu þetta lítilsvirðingu gagnvart alþingi og almenningi. Öllum þótti þeim lýsandi að Sigmundur Davíð léti sig hverfa um leið og þetta væri svo mikið sem nefnt. „Mjög sorglegt að hæstvirtur forsætisráðherra hlaupi úr þingsalnum nú,“ sagði Birgitta. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, kom einnig í pontu og benti á að Sigmundur Davíð hafi fyrir kosningar sagt einfalt mál að afnema verðtrygginguna en nú sé hann á stanslausum flótta. „Hvers vegna ákvað Framsóknarflokkurinn að svíkja helsta kosningaloforð sitt?“ Og hann spurði forseta þingsins, sem var Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins, hvort hægt væri að sjá til þess að Sigmundur Davíð væri í þingsal meðan þessi umræða færi fram. „Eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ Alþingi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Fyrir stundu fóru fram snarpar umræður á hinu háa Alþingi þar sem hart er sótt að forsætisráðherra af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í óundirbúnum fyrirspurnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs fyrstur en svo komu þingmenn í röðum og óskuðu eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sinnti óskum um að verðtrygging, og fyrirhugað afnám hennar, yrði tekin til umræðu á Alþingi. Um leið og Árni Páll tók til máls flýtti forsætisráðherra sér úr salnum og fór þá kurr um þingsalinn. Þingmennirnir mótmæltu því harðlega, við forseta Alþingis, að Sigmundur Davíð væri látinn komast upp með það að hunsa óskir um að ræða verðtrygginguna, sem var eitt af stóru kosningamálum Framsóknarflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðaði sig á þessu því sem hún sagði lítilsvirðingu við þingið, að um leið og þetta kæmi til tals mætti „sjá í iljarnar á Sigmundir úr salnum.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að forsætisráðherra hafi nú verið látinn komast upp með að hunsa óskir sínar um slíka umræðu nú mánuðum saman. „Ég ætlast til þess að forseti Alþingis sjái til þess að sú umræða fari fram.“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vg sem og Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson frá Pírötum, tóku undir þessa kröfu, þau voru ómyrk í máli og sögðu þetta lítilsvirðingu gagnvart alþingi og almenningi. Öllum þótti þeim lýsandi að Sigmundur Davíð léti sig hverfa um leið og þetta væri svo mikið sem nefnt. „Mjög sorglegt að hæstvirtur forsætisráðherra hlaupi úr þingsalnum nú,“ sagði Birgitta. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, kom einnig í pontu og benti á að Sigmundur Davíð hafi fyrir kosningar sagt einfalt mál að afnema verðtrygginguna en nú sé hann á stanslausum flótta. „Hvers vegna ákvað Framsóknarflokkurinn að svíkja helsta kosningaloforð sitt?“ Og hann spurði forseta þingsins, sem var Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins, hvort hægt væri að sjá til þess að Sigmundur Davíð væri í þingsal meðan þessi umræða færi fram. „Eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“
Alþingi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira