Sport

„Er bara klökk“

Telma Tómasson skrifar
„Já, ég er eiginlega bara klökk. Hann er svo æðislegur þessi hestur, svíkur mann aldrei og er alltaf með manni. Þó hann hafi verið aðeins hræddur og aðeins að spá í allt, er hann alltaf að hlusta,“ sagði Hulda Gústafsdóttir skælbrosandi eftir að hafa skotist upp í efsta sætið í sterkri forkeppni í fjórgangi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi á hinum léttleikandi Stálasyni Aski frá Laugamýri.

Baráttan um efstu sætin á þessu fyrsta stórmóti ársins í hestaheiminum var hörð, en þrátt fyrir snarpa samkeppni, einkum frá Jakobi Svavari Sigurðssyni og Elinu Holst, lét Hulda ekki deigan síga í A-úrslitum og hélt forystunni þar til yfir lauk.

Fjórgangskeppnin var sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og er næsta útsending annan fimmtudag, 11. febrúar, en þá er gæðingafimi á dagskrá.

Hægt er að sjá sýningu Huldu og Asks í forkeppninni í heild sinni í meðfylgjandi myndbroti.

Einkunnir og dóma eru á vefsíðunni meistaradeild.is en niðurstaðan eftir A-úrslit var eftirfarandi:

1. Hulda Gústafsdóttir / Askur frá Laugamýri - 7.90  

2. Jakob Svavar Sigurðsson / Júlía frá Hamarsey - 7.73  

3. Elin Holst / Frami frá Ketilsstöðum - 7.70  

4. Þórdís Erla Gunnarsdóttir / Sproti frá Enni - 7.47  

5. Bergur Jónsson / Katla frá Ketilsstöðum - 7.27  

6. Hinrik Bragason / Pistill frá Litlu-Brekku - 7.17  

7. Eyrún Ýr Pálsdóttir / Kjarval frá Blönduósi - 7.00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×