„Elsku Skagafjörður, fyrirgefðu“ Bjarki Ármannsson skrifar 30. maí 2015 12:18 Birgitta Jónsdóttir þingmaður verður við beiðni sveitarfélagsins Skagafjarðar um afsökunarbeiðni. Vísir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, biður sveitarfélagið Skagafjörð og íbúa þess opinberlega afsökunar á Facebook-síðu sinni í dag. Hún endurbirtir þar stuttan pistil sem hún birti fyrst þann 17. maí síðastliðinn þar sem hún segist elska Skagafjörð, en líkt og greint var frá í gær samþykkti byggðarráð Skagafjarðar ályktun um að krefja Birgittu um opinbera afsökunarbeiðni á ummælum sínum sem féllu fyrr í mánuðinum. Birgitta birti þá á síðu sinni frétt Stundarinnar sem ber heitið „Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB“,“ Í henni er fjallað um tengsl Gunnar Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við Kaupfélag Skagfirðinga og mögulega hagsmuni kaupfélagsins af því að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Við fréttina skrifaði Birgitta „Skagafjörður er Sikiley Íslands.“Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015Þótti augljóst að Birgitta væri hér að vísa til sikileysku mafíunnar, skipulagðra glæpasamtaka sem flestir kannast við. Þessi ummæli féllu sumstaðar í grýttan jarðveg, meðal annars hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem skrifaði pistil um málið þar sem hann sagði ummæli Birgittu ekki boðleg. Þremur dögum eftir að Birgitta lét Sikileyjarummælin falla skrifaði hún á síðu sína að hún hafi ekki ætlað að særa neinn né móðga og útskýrði myndlíkingu sína betur. „Ísland er eins og Sikiley Norðursins eða Stóra Sikiley, nema hér er enginn myrtur með skotvopnum, heldur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stundum kölluð Kolkrabbinn, mannorðsmyrtir eða útskúfaðir,“ skrifaði hún í pistlinum sem hún endurbirtir nú í dag. Þrátt fyrir þetta krafðist byggðaráð afsökunarbeiðni á fundinum í gær og sagði það „með öllu ólíðandi og óverjandi“ að þingmaður gæfi í skyn að Skagafjörður væri mafíusamfélag. Jafnframt segir í ályktuninni að ummæli hennar lýsi skilningsleysi á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi. „Ég hélt að ég hefði beðist forláts á orðum mínum með greininni en hef ekki kveðið nægilega fast að orði,“ skrifar Birgitta svo í dag. „En hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjörður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu! <3“Hún endurbirtir svo pistilinn sinn þar sem hún greinir meðal annars frá fjölskyldutengslum sínum við svæðið og viðurkennir að hún kalli Reykjavík stundum „Sódómu“ þegar ástandið á miðbænum er slæmt snemma morguns. Þó elski hún vissulega Reykjavík.Ég elska Skagafjörð. Amma mín fæddist og ólst upp á Reykjum á Reykjaströnd og fjörðurinn skartar bæði fallegu mannlífi...Posted by Birgitta Jónsdóttir on 17. maí 2015 Tengdar fréttir Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20 KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, biður sveitarfélagið Skagafjörð og íbúa þess opinberlega afsökunar á Facebook-síðu sinni í dag. Hún endurbirtir þar stuttan pistil sem hún birti fyrst þann 17. maí síðastliðinn þar sem hún segist elska Skagafjörð, en líkt og greint var frá í gær samþykkti byggðarráð Skagafjarðar ályktun um að krefja Birgittu um opinbera afsökunarbeiðni á ummælum sínum sem féllu fyrr í mánuðinum. Birgitta birti þá á síðu sinni frétt Stundarinnar sem ber heitið „Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB“,“ Í henni er fjallað um tengsl Gunnar Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við Kaupfélag Skagfirðinga og mögulega hagsmuni kaupfélagsins af því að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Við fréttina skrifaði Birgitta „Skagafjörður er Sikiley Íslands.“Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015Þótti augljóst að Birgitta væri hér að vísa til sikileysku mafíunnar, skipulagðra glæpasamtaka sem flestir kannast við. Þessi ummæli féllu sumstaðar í grýttan jarðveg, meðal annars hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem skrifaði pistil um málið þar sem hann sagði ummæli Birgittu ekki boðleg. Þremur dögum eftir að Birgitta lét Sikileyjarummælin falla skrifaði hún á síðu sína að hún hafi ekki ætlað að særa neinn né móðga og útskýrði myndlíkingu sína betur. „Ísland er eins og Sikiley Norðursins eða Stóra Sikiley, nema hér er enginn myrtur með skotvopnum, heldur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stundum kölluð Kolkrabbinn, mannorðsmyrtir eða útskúfaðir,“ skrifaði hún í pistlinum sem hún endurbirtir nú í dag. Þrátt fyrir þetta krafðist byggðaráð afsökunarbeiðni á fundinum í gær og sagði það „með öllu ólíðandi og óverjandi“ að þingmaður gæfi í skyn að Skagafjörður væri mafíusamfélag. Jafnframt segir í ályktuninni að ummæli hennar lýsi skilningsleysi á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi. „Ég hélt að ég hefði beðist forláts á orðum mínum með greininni en hef ekki kveðið nægilega fast að orði,“ skrifar Birgitta svo í dag. „En hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjörður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu! <3“Hún endurbirtir svo pistilinn sinn þar sem hún greinir meðal annars frá fjölskyldutengslum sínum við svæðið og viðurkennir að hún kalli Reykjavík stundum „Sódómu“ þegar ástandið á miðbænum er slæmt snemma morguns. Þó elski hún vissulega Reykjavík.Ég elska Skagafjörð. Amma mín fæddist og ólst upp á Reykjum á Reykjaströnd og fjörðurinn skartar bæði fallegu mannlífi...Posted by Birgitta Jónsdóttir on 17. maí 2015
Tengdar fréttir Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20 KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20
KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14