„Ég veit að verðmiðinn er hár“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 23:00 Mata ásamt David Moyes, knattspyrnustjóra Manchester United. Mynd/Twittersíða United Spánverjinn Juan Mata skrifaði í kvöld undir samning við Englandsmeistara Manchester United. Hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. „Þetta er stór dagur fyrir mig. Þetta er afar merkilegt félag og ég er stoltur að vera kominn hingað,“ sagði Mata í sínu fyrsta viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United. Mata er 25 ára og hefur leikið 32 landsleiki fyrir Spánverja. Hann getur spilað með United gegn Cardiff í deildinni í vikunni en hann getur þó ekki leikið með liðinu í Meistaradeildinni þar sem hann hefur þegar spilað með Chelsea í þeirri keppni. Mata sagðist hafa verið upp með sér að heyra af áhuga félagsins á sér. „Ég hugsaði bara vá! Þetta er lið sem hefur unnið marga bikara á Englandi og það er stórkostlegt að heyra að félag eins og Manchester United hafi áhuga á þér,“ sagði Mata sem kostar United 37,1 milljón punda. Félagið hefur aldrei greitt hærri upphæð fyrir leikmann. „Ég veit að verðmiðinn er hár en ég hef sjálfstraustið. Ég mun gera mitt besta og tel að allt fari vel enda góðir leikmenn, þjálfari og stórkostlegir stuðningsmenn.“ Juan Mata skrifaði stuðningsmönnum Chelsea bréf og þakkaði þeim fyrir árin á Stamford Bridge. Bréfið má lesa hér. „Ég er þakklátur Chelsea, eigandanum og starfsmönnum en sérstaklega stuðningsmönnum sem hafa kosið mig þann besta síðastliðin tvö ár. Síðustu sex mánuðir hafa verið erfiðir því ég hef ekki spilað jafnmikið og ég vil,“ sagði Mata. Spánverjinn sagðist þó skilja að fótbolti væri liðsíþrótt og því hefði hann borið virðingu fyrir ákvörðun stjóra Chelsea, Jose Mourinho. Mata og David de Gea, markverði United, er vel til vina. „Hann hefur sent mér sms síðustu fimm til sex daga og spurt hvenær ég komi og hvort ég kæmi með þyrlu eða á reiðhjóli. Hann var mikilvægur þáttur í að ég ákvað að koma hingað.“ Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira
Spánverjinn Juan Mata skrifaði í kvöld undir samning við Englandsmeistara Manchester United. Hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. „Þetta er stór dagur fyrir mig. Þetta er afar merkilegt félag og ég er stoltur að vera kominn hingað,“ sagði Mata í sínu fyrsta viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United. Mata er 25 ára og hefur leikið 32 landsleiki fyrir Spánverja. Hann getur spilað með United gegn Cardiff í deildinni í vikunni en hann getur þó ekki leikið með liðinu í Meistaradeildinni þar sem hann hefur þegar spilað með Chelsea í þeirri keppni. Mata sagðist hafa verið upp með sér að heyra af áhuga félagsins á sér. „Ég hugsaði bara vá! Þetta er lið sem hefur unnið marga bikara á Englandi og það er stórkostlegt að heyra að félag eins og Manchester United hafi áhuga á þér,“ sagði Mata sem kostar United 37,1 milljón punda. Félagið hefur aldrei greitt hærri upphæð fyrir leikmann. „Ég veit að verðmiðinn er hár en ég hef sjálfstraustið. Ég mun gera mitt besta og tel að allt fari vel enda góðir leikmenn, þjálfari og stórkostlegir stuðningsmenn.“ Juan Mata skrifaði stuðningsmönnum Chelsea bréf og þakkaði þeim fyrir árin á Stamford Bridge. Bréfið má lesa hér. „Ég er þakklátur Chelsea, eigandanum og starfsmönnum en sérstaklega stuðningsmönnum sem hafa kosið mig þann besta síðastliðin tvö ár. Síðustu sex mánuðir hafa verið erfiðir því ég hef ekki spilað jafnmikið og ég vil,“ sagði Mata. Spánverjinn sagðist þó skilja að fótbolti væri liðsíþrótt og því hefði hann borið virðingu fyrir ákvörðun stjóra Chelsea, Jose Mourinho. Mata og David de Gea, markverði United, er vel til vina. „Hann hefur sent mér sms síðustu fimm til sex daga og spurt hvenær ég komi og hvort ég kæmi með þyrlu eða á reiðhjóli. Hann var mikilvægur þáttur í að ég ákvað að koma hingað.“
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira