„Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf“ Birta Björnsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 20:23 Go Red er alþjóðlegt átak sem Íslendingar hafa tekið þátt í frá 2009. Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og hjartadeild Landspítalans taka þátt í átakinu sem ætlað er að vekja athygli á þeirra staðreynd að hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök kvenna, þó tíðnin fari reyndar lækkandi. „Við viljum með þessu minna á að forvarnir eru gríðarlega mikilvægar,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir. „Í öðru lagi viljum við minna á að konur geta í mörgum tilfellum upplifað einkenni hjarta- og æðasjúkdóma öðruvísi en karlar. Þær taka einkennunum kannski ekki nógu alvarlega og eru stundum ekki teknar nógu alvarlega. Í þriðja lagi er það svo þannig að rannsóknir á hjartasjúkdómum kvenna eru talsvert eftirsettar ef borið er saman við karla. Karlar eru oftar rannsóknarefni í þessum efnum.“ Ein þeirra sem þekkir mikilvægi eftirlits er Gerður Gylfadóttir, en hún lagðist inn á hjartadeild árið 2014, aðeins 49 ára gömul. Hún hafði verið með lungnabólgu sem illa hafði gengið að losa sig við. „Ég var send í lungnamyndatöku og þar kom í ljós að hjartað var nokkrum númerum of stórt. Þá átti ég að fara í ómskoðun en ég taldi nú ekki liggja mikið á því og fór í frí. Undir lokin var ég orðin svo máttfarin að ég komst ekki sjálf á klósettið," segir Gerður. Hún hafði kennt sér meins í dágóðan tíma en grunaði ekki að hjartaveilu væri um að kenna. Gerður þurfti að fara í hjartaaðgerð og fékk ígræddan bjargráð. Hún hvetur allar konur til að fara í tékk telji þær ástæðu til. „Því ég hafði sjálf verið með alls konar einkenni, til dæmis þreytu. Kólesterólið var í fínu lagi og blóðþrýstinginn líka. Mér var sagt að ef ég sæi sjálf ástæðu til að láta tékka á mér skyldi ég gera það. Það gerði ég hinsvegar ekki," segir Gerður Og hún segir sér það bæði ljúft og skylt að taka þátt í Go Red. „Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf," segir Gerður. Á morgun eru landsmenn hvattir til að klæðast rauðu og lýsa þannig yfir stuðningi í verki. „Þó það sé ekki nema að klæðast rauðum sokkum. Það er alltaf gott að minna á hjartað,“ segir Þórdís að lokum. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Go Red er alþjóðlegt átak sem Íslendingar hafa tekið þátt í frá 2009. Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og hjartadeild Landspítalans taka þátt í átakinu sem ætlað er að vekja athygli á þeirra staðreynd að hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök kvenna, þó tíðnin fari reyndar lækkandi. „Við viljum með þessu minna á að forvarnir eru gríðarlega mikilvægar,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir. „Í öðru lagi viljum við minna á að konur geta í mörgum tilfellum upplifað einkenni hjarta- og æðasjúkdóma öðruvísi en karlar. Þær taka einkennunum kannski ekki nógu alvarlega og eru stundum ekki teknar nógu alvarlega. Í þriðja lagi er það svo þannig að rannsóknir á hjartasjúkdómum kvenna eru talsvert eftirsettar ef borið er saman við karla. Karlar eru oftar rannsóknarefni í þessum efnum.“ Ein þeirra sem þekkir mikilvægi eftirlits er Gerður Gylfadóttir, en hún lagðist inn á hjartadeild árið 2014, aðeins 49 ára gömul. Hún hafði verið með lungnabólgu sem illa hafði gengið að losa sig við. „Ég var send í lungnamyndatöku og þar kom í ljós að hjartað var nokkrum númerum of stórt. Þá átti ég að fara í ómskoðun en ég taldi nú ekki liggja mikið á því og fór í frí. Undir lokin var ég orðin svo máttfarin að ég komst ekki sjálf á klósettið," segir Gerður. Hún hafði kennt sér meins í dágóðan tíma en grunaði ekki að hjartaveilu væri um að kenna. Gerður þurfti að fara í hjartaaðgerð og fékk ígræddan bjargráð. Hún hvetur allar konur til að fara í tékk telji þær ástæðu til. „Því ég hafði sjálf verið með alls konar einkenni, til dæmis þreytu. Kólesterólið var í fínu lagi og blóðþrýstinginn líka. Mér var sagt að ef ég sæi sjálf ástæðu til að láta tékka á mér skyldi ég gera það. Það gerði ég hinsvegar ekki," segir Gerður Og hún segir sér það bæði ljúft og skylt að taka þátt í Go Red. „Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf," segir Gerður. Á morgun eru landsmenn hvattir til að klæðast rauðu og lýsa þannig yfir stuðningi í verki. „Þó það sé ekki nema að klæðast rauðum sokkum. Það er alltaf gott að minna á hjartað,“ segir Þórdís að lokum.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira