„Ég ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk að ata mig aur“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. júlí 2015 16:00 Bjarni Benediktsson Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Hann segir fjölmiðlaumhverfi hafa breyst mikið á undanförnum árum. „Fjölmiðlaflóran er orðin svo miklu fjölbreyttari og fólk er komið meira beint inn á samfélagsmiðlana til þess að tjá skoðanir sínar samstundis, jafnvel innan við mínútu eftir að þú lætur einhver orð falla. Það var ekki alltaf hér frjálst útvarp, bara RÚV og ein sjónvarpsstöð og svo flokksblöðin. Fólk hlustaði bara á sitt flokksblað. Umræður fóru fram á fundum, kaffi- og vinnustofum. Þetta er gjörbreytt og umræðan er orðin annars eðlis. Ég ætla að leyfa mér að segja að hún sé óvægnari, þó að hart hafi verið tekist á um hluti á þinginu og í flokksblöðunum í gamla daga. Menn hafa fyrir því að fara inn á Facebook-síðuna hjá manni og taka mjög djúpt í árina.“ Bjarni segist ekki alltaf hafa tíma til að svara. „En ég gef mér stundum tíma, þegar þannig stendur á. Það kemur mér mjög á óvart hvað fólk er tilbúið til þess að leggja á sig bara til þess að hreyta ónotum í aðra, það er eiginlega alveg ótrúlegt. Það er skuggahliðin á þessari stórkostlegu byltingu sem netið er. Að gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig hvenær sem er. Skuggahliðin er sú að margir missa sig finnst mér. Það verður bara að horfa framhjá því og leyfa því að gerast. Ég hef ekki verið að loka á þann möguleika fyrir fólk að tjá sig um það sem ég set inn á Facebook. Þeir sem ganga of langt verða fyrir því að ég kasta þeim út eða ég stroka út. Mér finnst menn ekkert eiga opinn, sjálfsagðan rétt á því að fara inn á mína síðu og segja hvað sem er um mig eða það sem ég er að segja. Ég nenni ekkert endilega að vera svara því öllu.“Bjarni segist ekki viðkvæmur fyrir gagnrýni. „En eg ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk til þess að koma inn og ata mig aur.“ Hann segir mikilvægt að stjórnmálafólk sé reiðubúið að taka þátt í opinni, gagnrýninni umræðu. „Ég er þeirrar skoðuna að þingið og það lýðræðisfyrirkomulag sem við höfum verið að þróa og erum enn að þróa sé stórkostlegt fyrirbæri. Netið og samfélagsmiðlarnir séu að dýpka þetta og breyta til þess betra í öllum meginatriðum. Þetta eru þessar skuggahliðar þar sem menn verða ómálefnalegir, dónalegir, maður verður að leiða það hjá sér. Ég hef hins vegar engar athugasemdir við það að fólk andmæli mér eða lýsi frati á mínum skoðunum yfirhöfuð. Það er allt í lagi, ég geri það reglulega um skoðanir annarra á þinginu.“ Hann segir þó að ríkisstjórnin hafi á köflum fengið óvægna gagnrýni og ekki í öllum tilfellum notið sannmælis. „Er ég brjálaður útaf því? Nei nei. En ég er ekkert feiminn að tala um það." Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Hann segir fjölmiðlaumhverfi hafa breyst mikið á undanförnum árum. „Fjölmiðlaflóran er orðin svo miklu fjölbreyttari og fólk er komið meira beint inn á samfélagsmiðlana til þess að tjá skoðanir sínar samstundis, jafnvel innan við mínútu eftir að þú lætur einhver orð falla. Það var ekki alltaf hér frjálst útvarp, bara RÚV og ein sjónvarpsstöð og svo flokksblöðin. Fólk hlustaði bara á sitt flokksblað. Umræður fóru fram á fundum, kaffi- og vinnustofum. Þetta er gjörbreytt og umræðan er orðin annars eðlis. Ég ætla að leyfa mér að segja að hún sé óvægnari, þó að hart hafi verið tekist á um hluti á þinginu og í flokksblöðunum í gamla daga. Menn hafa fyrir því að fara inn á Facebook-síðuna hjá manni og taka mjög djúpt í árina.“ Bjarni segist ekki alltaf hafa tíma til að svara. „En ég gef mér stundum tíma, þegar þannig stendur á. Það kemur mér mjög á óvart hvað fólk er tilbúið til þess að leggja á sig bara til þess að hreyta ónotum í aðra, það er eiginlega alveg ótrúlegt. Það er skuggahliðin á þessari stórkostlegu byltingu sem netið er. Að gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig hvenær sem er. Skuggahliðin er sú að margir missa sig finnst mér. Það verður bara að horfa framhjá því og leyfa því að gerast. Ég hef ekki verið að loka á þann möguleika fyrir fólk að tjá sig um það sem ég set inn á Facebook. Þeir sem ganga of langt verða fyrir því að ég kasta þeim út eða ég stroka út. Mér finnst menn ekkert eiga opinn, sjálfsagðan rétt á því að fara inn á mína síðu og segja hvað sem er um mig eða það sem ég er að segja. Ég nenni ekkert endilega að vera svara því öllu.“Bjarni segist ekki viðkvæmur fyrir gagnrýni. „En eg ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk til þess að koma inn og ata mig aur.“ Hann segir mikilvægt að stjórnmálafólk sé reiðubúið að taka þátt í opinni, gagnrýninni umræðu. „Ég er þeirrar skoðuna að þingið og það lýðræðisfyrirkomulag sem við höfum verið að þróa og erum enn að þróa sé stórkostlegt fyrirbæri. Netið og samfélagsmiðlarnir séu að dýpka þetta og breyta til þess betra í öllum meginatriðum. Þetta eru þessar skuggahliðar þar sem menn verða ómálefnalegir, dónalegir, maður verður að leiða það hjá sér. Ég hef hins vegar engar athugasemdir við það að fólk andmæli mér eða lýsi frati á mínum skoðunum yfirhöfuð. Það er allt í lagi, ég geri það reglulega um skoðanir annarra á þinginu.“ Hann segir þó að ríkisstjórnin hafi á köflum fengið óvægna gagnrýni og ekki í öllum tilfellum notið sannmælis. „Er ég brjálaður útaf því? Nei nei. En ég er ekkert feiminn að tala um það."
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira