„Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 15. janúar 2017 19:01 Rætt var við móður Birnu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Birna er tvítug, fædd árið 1996. Hún er 170 cm há og sjötíu kíló með sítt rauðleitt hár. Síðast þegar sást til Birnu var hún klædd í Svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum Dr. Marten skóm. Síðast er vitað um ferðir Birnu við skemmtistaðinn Húrra um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. „Um fimmleytið þá sést að hún fer þaðan ein út af þeim stað. Svo eru einu vísbendingarnar síðan þá sem hafa fundist um hana eru að síminn hennar finnst hérna á þessu svæði í kringum gömlu slökkvustöðina í Hafnarfirði. Þá sést að síminn hennar hefur dáið. Það finnast engar aðrar vísbendingar um þessa stelpu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í samtali við fréttastofu. Síðast merki í Hafnarfirði Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom síðast merki frá farsíma Birnu á farsímasendi í Hafnarfirði og í dag hafa fjölskylda hennar og vinir leitað þar í kring. „Ég er búin að vera mikið með vinum hennar síðan þetta gerist og það er engum sem dettur neitt í hug. Það helsta sem okkur dettur í hug, og þá er maður náttúrulega líka að íhuga sér, af því hún hafði oft gaman af því að tala með ferðamenn, að hún gæti hafa ferið með einhverjum útlendingi upp í bíl, gæti jafnvel verið suður með sjó. Við erum búin að vera að banka upp á einhverjar „random“ íbúðir hérna í kring með mynd af henni til að spyrja hvort það hafi séð hana. Því það eru engar vísbendingar til. Lögreglan er bara einhvern veginn „lost“ í þessu máli og finnur ekkert.“ Vill allsherjarleit Lögreglan fundaði á sjöunda tímanum þar sem áætlanir voru gerðar um frekari leit að Birnu. „Þetta er tvítug stelpa, hún er ekki í neinu rugli, hún er ekki að strjúka að heiman. Ég vil bara fá allsherjarleit. Ég vil að björgunarsveitir taki þátt í þessu og það sé leitað úti um allt að henni á meðan það er einhver von.“ Viltu koma einhverju á framfæri til hennar eða þeim sem gætu verið með henni? „Bara hafa samband. Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, bara sleppa henni og hafa samband.“ Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Einnig er búið að stofna Facebook síðu til að halda utan um leitina og má nálgast hana hér. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Birna er tvítug, fædd árið 1996. Hún er 170 cm há og sjötíu kíló með sítt rauðleitt hár. Síðast þegar sást til Birnu var hún klædd í Svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum Dr. Marten skóm. Síðast er vitað um ferðir Birnu við skemmtistaðinn Húrra um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. „Um fimmleytið þá sést að hún fer þaðan ein út af þeim stað. Svo eru einu vísbendingarnar síðan þá sem hafa fundist um hana eru að síminn hennar finnst hérna á þessu svæði í kringum gömlu slökkvustöðina í Hafnarfirði. Þá sést að síminn hennar hefur dáið. Það finnast engar aðrar vísbendingar um þessa stelpu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í samtali við fréttastofu. Síðast merki í Hafnarfirði Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom síðast merki frá farsíma Birnu á farsímasendi í Hafnarfirði og í dag hafa fjölskylda hennar og vinir leitað þar í kring. „Ég er búin að vera mikið með vinum hennar síðan þetta gerist og það er engum sem dettur neitt í hug. Það helsta sem okkur dettur í hug, og þá er maður náttúrulega líka að íhuga sér, af því hún hafði oft gaman af því að tala með ferðamenn, að hún gæti hafa ferið með einhverjum útlendingi upp í bíl, gæti jafnvel verið suður með sjó. Við erum búin að vera að banka upp á einhverjar „random“ íbúðir hérna í kring með mynd af henni til að spyrja hvort það hafi séð hana. Því það eru engar vísbendingar til. Lögreglan er bara einhvern veginn „lost“ í þessu máli og finnur ekkert.“ Vill allsherjarleit Lögreglan fundaði á sjöunda tímanum þar sem áætlanir voru gerðar um frekari leit að Birnu. „Þetta er tvítug stelpa, hún er ekki í neinu rugli, hún er ekki að strjúka að heiman. Ég vil bara fá allsherjarleit. Ég vil að björgunarsveitir taki þátt í þessu og það sé leitað úti um allt að henni á meðan það er einhver von.“ Viltu koma einhverju á framfæri til hennar eða þeim sem gætu verið með henni? „Bara hafa samband. Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, bara sleppa henni og hafa samband.“ Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Einnig er búið að stofna Facebook síðu til að halda utan um leitina og má nálgast hana hér.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55
Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47