Innlent

„Ef aðili skuldar þá er sjálfsvíg besta lausnin“

Verkefnið er hugsað fyrir nemendur í ÍSL202.
Verkefnið er hugsað fyrir nemendur í ÍSL202. Daníel Logi Þorsteinsson.
„Mér finnst það vera algjört hneyksli að þetta sé til kennslu fyrir ungt fólk sem þarf sjálft að fara að huga að því að borga skatt og skuldir.“ segir Daníel Logi Þorsteinsson, nemandi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um verkefni í bókinni Tungutak - Ritun handa framhaldsskólum. Í umtöluðu verkefni á nemandinn að búa til efnisgrein útfrá myndasögu.

Í myndasögunni situr Eineygði kötturinn kisi, hugarfóstur Hugleiks Dagssonar, að hafa það notalegt. Í næsta ramma bankar maður í jakkafötum á dyrnar sem heldur á skjalatösku merkt Ríkisskattstjóra. Man þá kötturinn eftir framtalinu sem hann átti eftir að skila. Í stað þess að finna framtalið þá finnur hann í staðinn skammbyssu. Hann stingur byssuhlaupinu upp í munninn á sér og hleypir af. Í lokaramma myndasögunnar er kötturinn orðinn að engli.

Með þessu er beinlínis verið að segja að ef aðili skuldar þá sé sjálfsvíg besta lausnin. Þá verði allt betra.“ segir Daníel Logi.

Í kjölfar greinar sem Vísir birti í gær varðandi námsefni barna í öðrum bekk hafa borist fjölmargar ábendingar um námsefni sem að fólk telur vafasamt.

Hefur þú ábendingar um vafasamt námsefni í íslensku skólakerfi? Sendu þá póst á ritstjorn[hja]visir.is.



Hér er verkefnið eins og það blasir við nemendum.

Tengdar fréttir

„Svartir menn eru kallaðir negrar“

Í námsefni barna í öðrum bekk eru þeim gefin fordæmi um orðnotkun sem almennt er ekki talin boðleg í nútímasamfélagi.

Fordómar leynast víða í námsefni

Það er ekki einsdæmi að námsbækur sem innihalda úreltar upplýsingar séu í umferð í grunnskólum og ekkert eftirlit er með slíku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×