Erlent

"Blettaskallinn hvatti mig áfram"

mynd/AFP
Hjólreiðakonan Joanna Rowsell ákvað að sleppa hárkollunni þegar hún tók við gullverðlaunum í Róm um helgina. Joanna þjáist af blettaskalla og hefur þurft að fela sjúkdóminn fyrir umheiminum.

Joanna er 23 ára gömul. Hún hefur þjáðst af blettaskalla frá því að hún var 10 ára gömul.

Blettaskalli á sér stað þegar ónæmiskerfi einstaklings ruglast og ræðst á hársekki. Í kjölfarið myndast skallablettir á höfðinu sem geta stækkað. Augnabrýr og augnahár geta einnig orðið fyrir barðinu á sjúkdóminum.

Joanna hefur misst hárið þrisvar sinnum á síðustu 13 árum. Hún segir að sjúkdómurinn sé einungis til þess gerður að hvetja hana áfram.





mynd/AP
„Þetta er óútreiknanlegur sjúkdómur en ég held að ég hafi loks sætt mig við þetta," sagði Joanna í viðtali við fréttastofuna Sky News. „Ég hef ávallt verið ákveðin og metnaðarfull og veikindin hafa virkað sem hvatning."

Joanna sagði að hún hafi ekki byrjað æfa hjólreiðar til að setja öðrum stúlkum fordæmi. „Ég vona samt sem áður að ungar stúlkur geti horft á mig og séð að ekkert er ómögulegt, sama hvað á bjátar."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×