"Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. janúar 2014 13:30 Fjöldi fólks var handtekið og borið út af vinnusvæðinu í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn, en aðeins er hluti þeirra ákærður fyrir að mótmæla framkvæmdunum Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í Reykjavík vikublaði sem kom út í dag. Ekki er vitað hvort fleiri ákærur verði gefnar út. Tugir manna sem mótmæltu framkvæmdunum voru bornir útaf vinnusvæðinu og sumir settir í járn og í fangaklefa. Ómar Ragnarsson var meðal þeirra en hann sætir ekki ákæru. Skúli Bjarnason, lögfræðingur Hraunavina segir ákærurnar vott um valdahroka lögreglu. „Það gefur auga leið að þeir voru búnir að ná markmiðum sínum með því að leggja veginn. Það dugði alveg að stjaka þessu fólki til hliðar og ekki var þörf á frekari aðgerðum. Að keyra þetta fólk til Reykjavíkur og læsa það inni í fangaklefa, og kóróna það svo með því að gefa út ákærur á hendur því, er náttúrlega augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka sem liggur þar að baki.“ Jón HB Snorrason, saksóknari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Reykjavík Vikublað að ekki sé ákært fyrir mótmælin. Fólk hafi rétt til þess að mótmæla, en eigi að hlýða lögreglu, og vísar í nítjándu grein lögreglulaga þar sem almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Fjöldi fólks var handtekið og borið út af vinnusvæðinu í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn, en aðeins er hluti þeirra ákærður fyrir að mótmæla framkvæmdunum Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í Reykjavík vikublaði sem kom út í dag. Ekki er vitað hvort fleiri ákærur verði gefnar út. Tugir manna sem mótmæltu framkvæmdunum voru bornir útaf vinnusvæðinu og sumir settir í járn og í fangaklefa. Ómar Ragnarsson var meðal þeirra en hann sætir ekki ákæru. Skúli Bjarnason, lögfræðingur Hraunavina segir ákærurnar vott um valdahroka lögreglu. „Það gefur auga leið að þeir voru búnir að ná markmiðum sínum með því að leggja veginn. Það dugði alveg að stjaka þessu fólki til hliðar og ekki var þörf á frekari aðgerðum. Að keyra þetta fólk til Reykjavíkur og læsa það inni í fangaklefa, og kóróna það svo með því að gefa út ákærur á hendur því, er náttúrlega augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka sem liggur þar að baki.“ Jón HB Snorrason, saksóknari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Reykjavík Vikublað að ekki sé ákært fyrir mótmælin. Fólk hafi rétt til þess að mótmæla, en eigi að hlýða lögreglu, og vísar í nítjándu grein lögreglulaga þar sem almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira