„Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2017 13:38 Brynjar hafði augastað á dómsmálaráðuneytinu. Vísir/Anton Brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, studdi tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, en er ekki sáttur við sín hlutskipti. „Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra. En þetta er niðurstaðan, maður er í pólitík til að reyna að hafa sem mest áhrif,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Spurður hvort hann hafi haft augastað á einhverju sérstöku ráðuneyti segir hann það nokkuð augljóst. „Auðvitað er nærtækast að ætla það sem þekking og reynsla hefði komið að gagni. Það segir sig eiginlega sjálft,“ segir Brynjar sem starfaði lengi sem lögmaður áður en hann varð þingmaður og hafði því augastað á dómsmálaráðherrastólnum.Sigríður Á. Andersen er nýr dómsmálaráðherra.vísir/pjetur„Það er bara svona, það er ágætis kona í þessu embætti,“ segir Brynjar og á þar við Sigríði Á. Andersen.Leiðindi ekki í boði í eins manns meirihlutaBrynjar fór mikinn í Morgunútvarpi Rásar 2 síðastliðinn föstudag þar sem hann sagði að hann vildi horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum. „Lýðræði er þannig að það var prófkjör og úr því varð ákveðin niðurstaða þar sem fólki var raðað upp. Það vill svo til að það eru fimm karlar og ein kona. Ég auðvitað bara horfi til þess að menn virði niðurstöður kosninga,“ sagði Brynjar í Morgunútvarpi Rásar 2. Hann segir þessi sjónarmið hafi ekki orðið ofan á að þessu sinni en studdi engu að síður þessa ráðherraskipan, ólíkt þingflokksfélaga sínum Páli Magnússyni.Sjá einnig: Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi „Það þýðir ekkert að vera með leiðindi þegar menn eru með eins manns meirihluta,“ segir Brynjar sem segir ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn á gengi þessarar ríkisstjórnar. „Þetta er auðvitað knappur meirihluti og gerir það erfiðara, en það getur líka verið styrkur í því,“ segir Brynjar.Þórdís Kolbrún er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi.Vísir/Vilhelm„Gæti alveg slegið í gegn hún Þórdís mín“Í Morgunútvarpinu síðastliðinn föstudag tjáði Brynjar líka þá skoðun sína að þeir sem yrðu gerðir að æðsta handhafa framkvæmdavaldsins yrðu að hafa ákveðna reynslu og þekkingu.Sjá einnig: Brynjar ekki viss um að það myndi gera Áslaugu gott að verða ráðherraÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, kom ný inn á þing síðastliðið haust og er nú orðin ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar 29 ára gömul og því yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hafði áður verið aðstoðarmaður Ólafar Nordal, fráfarandi innanríkisráðherra, og þekkir því vel til ráðherrastarfa. Brynjar hefur mikla trú á Þórdísi. „Mér lýst ágætlega á hana. Hún er mikil vinkona mín hún Þórdís og góð kona. Hún gæti alveg slegið í gegn hún Þórdís mín.“ Tengdar fréttir Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi Segir skipanina ganga gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum. 11. janúar 2017 10:18 Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Óttarr Proppé segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. 11. janúar 2017 11:15 Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, studdi tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, en er ekki sáttur við sín hlutskipti. „Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra. En þetta er niðurstaðan, maður er í pólitík til að reyna að hafa sem mest áhrif,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Spurður hvort hann hafi haft augastað á einhverju sérstöku ráðuneyti segir hann það nokkuð augljóst. „Auðvitað er nærtækast að ætla það sem þekking og reynsla hefði komið að gagni. Það segir sig eiginlega sjálft,“ segir Brynjar sem starfaði lengi sem lögmaður áður en hann varð þingmaður og hafði því augastað á dómsmálaráðherrastólnum.Sigríður Á. Andersen er nýr dómsmálaráðherra.vísir/pjetur„Það er bara svona, það er ágætis kona í þessu embætti,“ segir Brynjar og á þar við Sigríði Á. Andersen.Leiðindi ekki í boði í eins manns meirihlutaBrynjar fór mikinn í Morgunútvarpi Rásar 2 síðastliðinn föstudag þar sem hann sagði að hann vildi horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum. „Lýðræði er þannig að það var prófkjör og úr því varð ákveðin niðurstaða þar sem fólki var raðað upp. Það vill svo til að það eru fimm karlar og ein kona. Ég auðvitað bara horfi til þess að menn virði niðurstöður kosninga,“ sagði Brynjar í Morgunútvarpi Rásar 2. Hann segir þessi sjónarmið hafi ekki orðið ofan á að þessu sinni en studdi engu að síður þessa ráðherraskipan, ólíkt þingflokksfélaga sínum Páli Magnússyni.Sjá einnig: Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi „Það þýðir ekkert að vera með leiðindi þegar menn eru með eins manns meirihluta,“ segir Brynjar sem segir ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn á gengi þessarar ríkisstjórnar. „Þetta er auðvitað knappur meirihluti og gerir það erfiðara, en það getur líka verið styrkur í því,“ segir Brynjar.Þórdís Kolbrún er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi.Vísir/Vilhelm„Gæti alveg slegið í gegn hún Þórdís mín“Í Morgunútvarpinu síðastliðinn föstudag tjáði Brynjar líka þá skoðun sína að þeir sem yrðu gerðir að æðsta handhafa framkvæmdavaldsins yrðu að hafa ákveðna reynslu og þekkingu.Sjá einnig: Brynjar ekki viss um að það myndi gera Áslaugu gott að verða ráðherraÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, kom ný inn á þing síðastliðið haust og er nú orðin ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar 29 ára gömul og því yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hafði áður verið aðstoðarmaður Ólafar Nordal, fráfarandi innanríkisráðherra, og þekkir því vel til ráðherrastarfa. Brynjar hefur mikla trú á Þórdísi. „Mér lýst ágætlega á hana. Hún er mikil vinkona mín hún Þórdís og góð kona. Hún gæti alveg slegið í gegn hún Þórdís mín.“
Tengdar fréttir Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi Segir skipanina ganga gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum. 11. janúar 2017 10:18 Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Óttarr Proppé segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. 11. janúar 2017 11:15 Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi Segir skipanina ganga gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum. 11. janúar 2017 10:18
Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Óttarr Proppé segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. 11. janúar 2017 11:15
Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00
Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02
Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11
Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17