LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 11:30

Ráđgjafi Trump rćddi viđ Tyrki um ađ koma Gulen til Tyrklands

FRÉTTIR

„Auđvitađ er ég ekkert sérstaklega sáttur viđ ađ vera ekki ráđherra“

 
Innlent
13:38 11. JANÚAR 2017
Brynjar hafđi augastađ á dómsmálaráđuneytinu.
Brynjar hafđi augastađ á dómsmálaráđuneytinu. VÍSIR/ANTON BRINK

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, studdi tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, en er ekki sáttur við sín hlutskipti.

„Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra. En þetta er niðurstaðan, maður er í pólitík til að reyna að hafa sem mest áhrif,“ segir Brynjar í samtali við Vísi.

Spurður hvort hann hafi haft augastað á einhverju sérstöku ráðuneyti segir hann það nokkuð augljóst.

„Auðvitað er nærtækast að ætla það sem þekking og reynsla hefði komið að gagni. Það segir sig eiginlega sjálft,“ segir Brynjar sem starfaði lengi sem lögmaður áður en hann varð þingmaður og hafði því augastað á dómsmálaráðherrastólnum.


Sigríđur Á. Andersen er nýr dómsmálaráđherra.
Sigríđur Á. Andersen er nýr dómsmálaráđherra. VÍSIR/PJETUR

„Það er bara svona, það er ágætis kona í þessu embætti,“ segir Brynjar og á þar við Sigríði Á. Andersen.

Leiðindi ekki í boði í eins manns meirihluta
Brynjar fór mikinn í Morgunútvarpi Rásar 2 síðastliðinn föstudag þar sem hann sagði að hann vildi horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum. „Lýðræði er þannig að það var prófkjör og úr því varð ákveðin niðurstaða þar sem fólki var raðað upp. Það vill svo til að það eru fimm karlar og ein kona. Ég auðvitað bara horfi til þess að menn virði niðurstöður kosninga,“ sagði Brynjar í Morgunútvarpi Rásar 2.

Hann segir þessi sjónarmið hafi ekki orðið ofan á að þessu sinni en studdi engu að síður þessa ráðherraskipan, ólíkt þingflokksfélaga sínum Páli Magnússyni.

Sjá einnig: Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi

„Það þýðir ekkert að vera með leiðindi þegar menn eru með eins manns meirihluta,“ segir Brynjar sem segir ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn á gengi þessarar ríkisstjórnar.

„Þetta er auðvitað knappur meirihluti og gerir það erfiðara, en það getur líka verið styrkur í því,“ segir Brynjar.


Ţórdís Kolbrún er yngsta konan frá upphafi til ađ gegna ráđherrastöđu hér á landi.
Ţórdís Kolbrún er yngsta konan frá upphafi til ađ gegna ráđherrastöđu hér á landi. VÍSIR/VILHELM

„Gæti alveg slegið í gegn hún Þórdís mín“
Í Morgunútvarpinu síðastliðinn föstudag tjáði Brynjar líka þá skoðun sína að þeir sem yrðu gerðir að æðsta handhafa framkvæmdavaldsins yrðu að hafa ákveðna reynslu og þekkingu.

Sjá einnig: Brynjar ekki viss um að það myndi gera Áslaugu gott að verða ráðherra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, kom ný inn á þing síðastliðið haust og er nú orðin ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar 29 ára gömul og því yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hafði áður verið aðstoðarmaður Ólafar Nordal, fráfarandi innanríkisráðherra, og þekkir því vel til ráðherrastarfa.

Brynjar hefur mikla trú á Þórdísi. „Mér lýst ágætlega á hana. Hún er mikil vinkona mín hún Þórdís og góð kona. Hún gæti alveg slegið í gegn hún Þórdís mín.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / „Auđvitađ er ég ekkert sérstaklega sáttur viđ ađ vera ekki ráđherra“
Fara efst