"Atvinnuhommahatari“ á kristilegri hátíð í Laugardalshöll Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. ágúst 2013 16:27 "Fyrir mér er þetta hátíð vonbrigða,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir um komu Franklin Graham á Hátíð vonar. mynd/365 „Það eru mér mikil vonbrigði að „hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa inn í íslenskt samfélag einmitt þegar Hinsegin dagar og sú mannréttindahátíð sem þeir eru standa yfir,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna 78. Á þriðjudaginn birti Þjóðkirkjan á heimasíðu sinni frétt þess efnis að Hátíð vonar yrði haldin hér á landi í lok september. Hátíðin er samstarfsverkefni kristinna samtaka, safnaða, sókna og kirkna, sjálfboðaliða og kristniboðssamtaka Billy Graham. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur jafnframt fram að Franklin Graham, sonur Billy Graham, muni flytja boðaskap vonar á báðum samkomunum, en Graham er þekktur fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar um samkynhneigð. „Það er stefna stjórnvalda og allur almenningur á Íslandi er sammála um það að það eigi að vernda réttindi hinsegin fólk. Þó að við séum langt komin á Íslandi má minna á að víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum sumstaðar og í Rússlandi þá eru hlutir á borð við þá sem að þessi maður, Franklin Graham, hefur látið hafa eftir sér að verða til þess að hinsegin fólk er jaðarsett og sætir aðkasti og í ömurlegustu tilfellum er beitt ofbeldi. Sumt fólk velur jafnvel að taka eigið líf, það er bara þannig,“ segir Anna Pála. „Það að þjóðkirkjan ætli að tromma þannig mann upp eru ekkert annað en sárustu vonbrigði, þannig að fyrir mér verður þetta hátíð vonbrigða. Og ég sem skattgreiðandi er persónulega móðguð yfir því að það eigi að flytja inn þennan mann sem beinlínis talar um hjónabönd samkynhneigðra og tilvist hinsegin fólks sem mikla ógnun við samfélagið.“Samkynhneigð skaðleg samfélaginu Á heimasíðu föður síns, segir Franklin Graham að Bandaríkin standi frammi fyrir mörgum verkefnum og undanfarið hafi fjölmiðlar beint sjónum sínum að fjárhagslegum erfiðleikum. Þessi vandamál séu hinsvegar ekkert „miðað við þann trúarlega og siðferðislega vanda sem steðjar að þjóðinni og eru mun skaðlegri en fjárhagserfiðleikar nokkurn tímann. Frá síðustu kosningum höfum við þurft að horfa upp á samkynja pör mæta í hrönnum við dómshúsin til þess að fá útgefin hjúskaparvottorð. Hundruð manna sem safnast á almenningsstöðum og kveikja í maríjuana sígarettum í þeim ríkjum þar sem slíkt hefur verið gert löglegt,“ skrifar Franklin Graham á heimasíðu sinni.„Toppurinn á ísjakanum er sú siðferðislega hnignum sem við sjáum í sjónvarpi þar sem að blygðunarlaust siðleysi, ofbeldi og sjónvarpsvæn samkynhneigð hegðun er sýnd, en það speglar þá siðferðislega spillingu sem hefur smitast út í samfélagið.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
„Það eru mér mikil vonbrigði að „hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa inn í íslenskt samfélag einmitt þegar Hinsegin dagar og sú mannréttindahátíð sem þeir eru standa yfir,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna 78. Á þriðjudaginn birti Þjóðkirkjan á heimasíðu sinni frétt þess efnis að Hátíð vonar yrði haldin hér á landi í lok september. Hátíðin er samstarfsverkefni kristinna samtaka, safnaða, sókna og kirkna, sjálfboðaliða og kristniboðssamtaka Billy Graham. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur jafnframt fram að Franklin Graham, sonur Billy Graham, muni flytja boðaskap vonar á báðum samkomunum, en Graham er þekktur fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar um samkynhneigð. „Það er stefna stjórnvalda og allur almenningur á Íslandi er sammála um það að það eigi að vernda réttindi hinsegin fólk. Þó að við séum langt komin á Íslandi má minna á að víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum sumstaðar og í Rússlandi þá eru hlutir á borð við þá sem að þessi maður, Franklin Graham, hefur látið hafa eftir sér að verða til þess að hinsegin fólk er jaðarsett og sætir aðkasti og í ömurlegustu tilfellum er beitt ofbeldi. Sumt fólk velur jafnvel að taka eigið líf, það er bara þannig,“ segir Anna Pála. „Það að þjóðkirkjan ætli að tromma þannig mann upp eru ekkert annað en sárustu vonbrigði, þannig að fyrir mér verður þetta hátíð vonbrigða. Og ég sem skattgreiðandi er persónulega móðguð yfir því að það eigi að flytja inn þennan mann sem beinlínis talar um hjónabönd samkynhneigðra og tilvist hinsegin fólks sem mikla ógnun við samfélagið.“Samkynhneigð skaðleg samfélaginu Á heimasíðu föður síns, segir Franklin Graham að Bandaríkin standi frammi fyrir mörgum verkefnum og undanfarið hafi fjölmiðlar beint sjónum sínum að fjárhagslegum erfiðleikum. Þessi vandamál séu hinsvegar ekkert „miðað við þann trúarlega og siðferðislega vanda sem steðjar að þjóðinni og eru mun skaðlegri en fjárhagserfiðleikar nokkurn tímann. Frá síðustu kosningum höfum við þurft að horfa upp á samkynja pör mæta í hrönnum við dómshúsin til þess að fá útgefin hjúskaparvottorð. Hundruð manna sem safnast á almenningsstöðum og kveikja í maríjuana sígarettum í þeim ríkjum þar sem slíkt hefur verið gert löglegt,“ skrifar Franklin Graham á heimasíðu sinni.„Toppurinn á ísjakanum er sú siðferðislega hnignum sem við sjáum í sjónvarpi þar sem að blygðunarlaust siðleysi, ofbeldi og sjónvarpsvæn samkynhneigð hegðun er sýnd, en það speglar þá siðferðislega spillingu sem hefur smitast út í samfélagið.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira