"Atvinnuhommahatari“ á kristilegri hátíð í Laugardalshöll Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. ágúst 2013 16:27 "Fyrir mér er þetta hátíð vonbrigða,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir um komu Franklin Graham á Hátíð vonar. mynd/365 „Það eru mér mikil vonbrigði að „hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa inn í íslenskt samfélag einmitt þegar Hinsegin dagar og sú mannréttindahátíð sem þeir eru standa yfir,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna 78. Á þriðjudaginn birti Þjóðkirkjan á heimasíðu sinni frétt þess efnis að Hátíð vonar yrði haldin hér á landi í lok september. Hátíðin er samstarfsverkefni kristinna samtaka, safnaða, sókna og kirkna, sjálfboðaliða og kristniboðssamtaka Billy Graham. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur jafnframt fram að Franklin Graham, sonur Billy Graham, muni flytja boðaskap vonar á báðum samkomunum, en Graham er þekktur fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar um samkynhneigð. „Það er stefna stjórnvalda og allur almenningur á Íslandi er sammála um það að það eigi að vernda réttindi hinsegin fólk. Þó að við séum langt komin á Íslandi má minna á að víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum sumstaðar og í Rússlandi þá eru hlutir á borð við þá sem að þessi maður, Franklin Graham, hefur látið hafa eftir sér að verða til þess að hinsegin fólk er jaðarsett og sætir aðkasti og í ömurlegustu tilfellum er beitt ofbeldi. Sumt fólk velur jafnvel að taka eigið líf, það er bara þannig,“ segir Anna Pála. „Það að þjóðkirkjan ætli að tromma þannig mann upp eru ekkert annað en sárustu vonbrigði, þannig að fyrir mér verður þetta hátíð vonbrigða. Og ég sem skattgreiðandi er persónulega móðguð yfir því að það eigi að flytja inn þennan mann sem beinlínis talar um hjónabönd samkynhneigðra og tilvist hinsegin fólks sem mikla ógnun við samfélagið.“Samkynhneigð skaðleg samfélaginu Á heimasíðu föður síns, segir Franklin Graham að Bandaríkin standi frammi fyrir mörgum verkefnum og undanfarið hafi fjölmiðlar beint sjónum sínum að fjárhagslegum erfiðleikum. Þessi vandamál séu hinsvegar ekkert „miðað við þann trúarlega og siðferðislega vanda sem steðjar að þjóðinni og eru mun skaðlegri en fjárhagserfiðleikar nokkurn tímann. Frá síðustu kosningum höfum við þurft að horfa upp á samkynja pör mæta í hrönnum við dómshúsin til þess að fá útgefin hjúskaparvottorð. Hundruð manna sem safnast á almenningsstöðum og kveikja í maríjuana sígarettum í þeim ríkjum þar sem slíkt hefur verið gert löglegt,“ skrifar Franklin Graham á heimasíðu sinni.„Toppurinn á ísjakanum er sú siðferðislega hnignum sem við sjáum í sjónvarpi þar sem að blygðunarlaust siðleysi, ofbeldi og sjónvarpsvæn samkynhneigð hegðun er sýnd, en það speglar þá siðferðislega spillingu sem hefur smitast út í samfélagið.“ Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
„Það eru mér mikil vonbrigði að „hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa inn í íslenskt samfélag einmitt þegar Hinsegin dagar og sú mannréttindahátíð sem þeir eru standa yfir,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna 78. Á þriðjudaginn birti Þjóðkirkjan á heimasíðu sinni frétt þess efnis að Hátíð vonar yrði haldin hér á landi í lok september. Hátíðin er samstarfsverkefni kristinna samtaka, safnaða, sókna og kirkna, sjálfboðaliða og kristniboðssamtaka Billy Graham. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur jafnframt fram að Franklin Graham, sonur Billy Graham, muni flytja boðaskap vonar á báðum samkomunum, en Graham er þekktur fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar um samkynhneigð. „Það er stefna stjórnvalda og allur almenningur á Íslandi er sammála um það að það eigi að vernda réttindi hinsegin fólk. Þó að við séum langt komin á Íslandi má minna á að víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum sumstaðar og í Rússlandi þá eru hlutir á borð við þá sem að þessi maður, Franklin Graham, hefur látið hafa eftir sér að verða til þess að hinsegin fólk er jaðarsett og sætir aðkasti og í ömurlegustu tilfellum er beitt ofbeldi. Sumt fólk velur jafnvel að taka eigið líf, það er bara þannig,“ segir Anna Pála. „Það að þjóðkirkjan ætli að tromma þannig mann upp eru ekkert annað en sárustu vonbrigði, þannig að fyrir mér verður þetta hátíð vonbrigða. Og ég sem skattgreiðandi er persónulega móðguð yfir því að það eigi að flytja inn þennan mann sem beinlínis talar um hjónabönd samkynhneigðra og tilvist hinsegin fólks sem mikla ógnun við samfélagið.“Samkynhneigð skaðleg samfélaginu Á heimasíðu föður síns, segir Franklin Graham að Bandaríkin standi frammi fyrir mörgum verkefnum og undanfarið hafi fjölmiðlar beint sjónum sínum að fjárhagslegum erfiðleikum. Þessi vandamál séu hinsvegar ekkert „miðað við þann trúarlega og siðferðislega vanda sem steðjar að þjóðinni og eru mun skaðlegri en fjárhagserfiðleikar nokkurn tímann. Frá síðustu kosningum höfum við þurft að horfa upp á samkynja pör mæta í hrönnum við dómshúsin til þess að fá útgefin hjúskaparvottorð. Hundruð manna sem safnast á almenningsstöðum og kveikja í maríjuana sígarettum í þeim ríkjum þar sem slíkt hefur verið gert löglegt,“ skrifar Franklin Graham á heimasíðu sinni.„Toppurinn á ísjakanum er sú siðferðislega hnignum sem við sjáum í sjónvarpi þar sem að blygðunarlaust siðleysi, ofbeldi og sjónvarpsvæn samkynhneigð hegðun er sýnd, en það speglar þá siðferðislega spillingu sem hefur smitast út í samfélagið.“
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira