„Ásmundur gekk allt of langt“ Hjörtur Hjartarson skrifar 14. janúar 2015 20:00 Innanríkisráðherra segir ekki koma til greina að verða við tillögum Ásmundar Friðrikssonar um forvirkar rannsóknir og draga þannig menn í hópa. Hún telur að þingmaðurinn hafi gengið allt of langt með orðum sínum um múslima. Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir við að afneita orðum Ásmundar Friðrikssonar og telja að þau eigi enga samleið með flokknum. Innanríkisráðherra vill ekki ganga of hart fram í að gagnrýna Ásmund sjálfan en telur þó að hann hafi hlaupið á sig. „Mér finnst hann hafa gengið allt of langt, ef ég segi alveg eins og er. Við búm hér í lýðræðislegu samfélagi, opnu frjálsu samfélagi þar sem réttindi borgaranna eru í hávegum höfð og mér finnst ekki koma til greina að tala með þessum hætti ef ég segi það bara hreint út,“ segir Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Ólöf segir það aldrei hafa komið til tals innan ráðuneytisins að gera það sem Ásmundur lagði til, það er að rannsaka bakgrunn þeirra múslima sem hér búa. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Ólafar í gær og sagði jafnframt að viðhorf Ásmundar endurspeglaði ekki afstöðu flokksins. „Ég held að menn hafi talað mjög skýrt í þessu efni. Þetta er nokkuð sem að er byggt á misskilnigi hjá Ásmundi og ég held að það þurfi ekkert frekari vitnana við með það. Þú heyrir mína skoðun og skoðun annarra hefur líka komið fram skýrt. Ég held að við ættum bara að halda áfram,“ segir Ólöf. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Innanríkisráðherra segir ekki koma til greina að verða við tillögum Ásmundar Friðrikssonar um forvirkar rannsóknir og draga þannig menn í hópa. Hún telur að þingmaðurinn hafi gengið allt of langt með orðum sínum um múslima. Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir við að afneita orðum Ásmundar Friðrikssonar og telja að þau eigi enga samleið með flokknum. Innanríkisráðherra vill ekki ganga of hart fram í að gagnrýna Ásmund sjálfan en telur þó að hann hafi hlaupið á sig. „Mér finnst hann hafa gengið allt of langt, ef ég segi alveg eins og er. Við búm hér í lýðræðislegu samfélagi, opnu frjálsu samfélagi þar sem réttindi borgaranna eru í hávegum höfð og mér finnst ekki koma til greina að tala með þessum hætti ef ég segi það bara hreint út,“ segir Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Ólöf segir það aldrei hafa komið til tals innan ráðuneytisins að gera það sem Ásmundur lagði til, það er að rannsaka bakgrunn þeirra múslima sem hér búa. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Ólafar í gær og sagði jafnframt að viðhorf Ásmundar endurspeglaði ekki afstöðu flokksins. „Ég held að menn hafi talað mjög skýrt í þessu efni. Þetta er nokkuð sem að er byggt á misskilnigi hjá Ásmundi og ég held að það þurfi ekkert frekari vitnana við með það. Þú heyrir mína skoðun og skoðun annarra hefur líka komið fram skýrt. Ég held að við ættum bara að halda áfram,“ segir Ólöf.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira