„Aðstæður á fasteignamarkaði bjóða upp á að auka lánshlutfall“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. október 2015 10:35 Guðmundur Þ. Þórhallsson. Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur ákveðið að lækka vexti og hækka veðhlutfall á sjóðsfélaglánum. Sjóðurinn ætlar að hefja óverðtryggð útlán samhliða því að lækka vexti á verðtryggðum lánum. Þá verður lánshlutfall hækkað upp í 75 prósent, úr 65 prósentum. Allt er þetta gert til að auðvelda sjóðsfélögum að taka lán.Varfærin undanfarin ár Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir að aðstæður á fasteignamarkaði gefi kost á þessum breytingum. „Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur stundað lán til sjóðsfélaga í áratugi. Hlutur sjóðsfélagalána í eignarsafni sjóðsins hefur lækkað nokkuð undanfarin ár,“ segir Guðmundur. Aðstæður á fasteignamarkaði bjóða upp á að auka lánshlutfall. Sjóðurinn hafi verið varfærin undanfarin ár og lánin lægri en margar aðrar lánastofnanir veita. Nú eru teikn á lofti um að hagkerfið sé að hitna að nýju, og heimili voru mjög skuldsett þegar hrunið skall á árið 2008. Guðmundur hefur ekki áhyggjur af því að sú staða skapist aftur með ódýrari lánum. „Það má segja að núna er verklag nokkuð annað. Stíf greiðslumöt og lánhæfismöt eru í gangi. Nú er betur tengt saman greiðsluhæfi og veðsetning hjá einstaklingum.“Staðan vænkast mjög Guðmundur segir að staða lífeyrissjóða undanfarin ár hafi vænkast mjög en breytingarnar á útlánum Lífeyrissjóðs verslunarmanna er ætlað að auka hlutdeild þeirra í eignasafni sjóðsins. „Frá efnahagshruni hefur verið mjög góð raunávöxtun lífeyrissjóða. Allflestir eignarflokkar hafa skilað jákvæðri raunávöxtun, bæði innlend og erlend hlutabréf. Staða sjóðanna hefur vænkast mjög.“ Framkvæmdastjórinn segir að lánin séu mjög svo samkeppnishæf, kjörin séu góð og hagur sjóðsfélaga og sjóðsins sjálfs að auka lánshlutfall. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur ákveðið að lækka vexti og hækka veðhlutfall á sjóðsfélaglánum. Sjóðurinn ætlar að hefja óverðtryggð útlán samhliða því að lækka vexti á verðtryggðum lánum. Þá verður lánshlutfall hækkað upp í 75 prósent, úr 65 prósentum. Allt er þetta gert til að auðvelda sjóðsfélögum að taka lán.Varfærin undanfarin ár Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir að aðstæður á fasteignamarkaði gefi kost á þessum breytingum. „Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur stundað lán til sjóðsfélaga í áratugi. Hlutur sjóðsfélagalána í eignarsafni sjóðsins hefur lækkað nokkuð undanfarin ár,“ segir Guðmundur. Aðstæður á fasteignamarkaði bjóða upp á að auka lánshlutfall. Sjóðurinn hafi verið varfærin undanfarin ár og lánin lægri en margar aðrar lánastofnanir veita. Nú eru teikn á lofti um að hagkerfið sé að hitna að nýju, og heimili voru mjög skuldsett þegar hrunið skall á árið 2008. Guðmundur hefur ekki áhyggjur af því að sú staða skapist aftur með ódýrari lánum. „Það má segja að núna er verklag nokkuð annað. Stíf greiðslumöt og lánhæfismöt eru í gangi. Nú er betur tengt saman greiðsluhæfi og veðsetning hjá einstaklingum.“Staðan vænkast mjög Guðmundur segir að staða lífeyrissjóða undanfarin ár hafi vænkast mjög en breytingarnar á útlánum Lífeyrissjóðs verslunarmanna er ætlað að auka hlutdeild þeirra í eignasafni sjóðsins. „Frá efnahagshruni hefur verið mjög góð raunávöxtun lífeyrissjóða. Allflestir eignarflokkar hafa skilað jákvæðri raunávöxtun, bæði innlend og erlend hlutabréf. Staða sjóðanna hefur vænkast mjög.“ Framkvæmdastjórinn segir að lánin séu mjög svo samkeppnishæf, kjörin séu góð og hagur sjóðsfélaga og sjóðsins sjálfs að auka lánshlutfall.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira