MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR NÝJAST 00:01

Ţarf ekki pungapróf

SKOĐANIR

Zlatan međ fjórtán marka forskot á markalista Manchester United

 
Enski boltinn
09:45 17. FEBRÚAR 2017
Zlatan Ibrahimovic fagnar einu marka sinna í gćr.
Zlatan Ibrahimovic fagnar einu marka sinna í gćr. VÍSIR/GETTY

Zlatan Ibrahimovic skoraði öll þrjú mörk Manchester United í gær þegar liðið vann 3-0 sigur á franska liðinu Saint-Etienne í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Svíinn er þar með búinn að skora 23 mörk í 35 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Manchester United.

Manchester United fékk Zlatan Ibrahimovic á frjálsri sölu í sumar og þessi 35 ára gamli framherji er heldur betur búinn að sýna efasemdarmönnum að hann er enn einn besti framherji heims.

Zlatan Ibrahimovic hefur hingað til skorað á 131 mínútu fresti í búningi Manchester United. Hann er með 15 mörk í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, 5 mörk í 6 leikjum í Evrópudeildinni, 2 mörk í 4 leikjum í enska deildabikarnum og 1 mark í leiknum um Samfélagsskjöldinn.

Mikilvægi Svíans sést ekki síst á markalistanum hjá Manchester United liðinu á þessu tímabili.

Zlatan Ibrahimovic hefur nefnilega skorað fjórtán mörkum fleiri en næsti maður sem er Spánverjinn Juan Mata með níu mörk.

Auk þess að skora þessi 23 mörk þá hefur Zlatan Ibrahimovic einnig lagt upp önnur sjö mörk fyrir félaga sína í United-liðinu. Zlatan hefur því átt þátt í 30 mörkum Manchester United í þessum 35 leikjum sínum

Markahæstu leikmenn Manchester United á leiktíðinni:
(Mörk í öllum keppnum)
1. Zlatan Ibrahimovic    23
2. Juan Mata    9
3. Paul Pogba    7
3. Anthony Martial    7
5. Marcus Rashford    6
6. Wayne Rooney    5
7. Henrikh Mkhitaryan    5
8. Jesse Lingard 3
9. Marouane Fellaini 2
9. Chris Smalling 2


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Zlatan međ fjórtán marka forskot á markalista Manchester United
Fara efst