Fótbolti

Zlatan kvaddi landsliðið með tapi

Zlatan Ibrahimovic og Romelu Lukaku.
Zlatan Ibrahimovic og Romelu Lukaku. vísir/epa
Belgar náðu að stela sigrinum á lokamínútum leiksins gegn Svíþjóð í lokaumferð E-riðilsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld.

Var þetta síðasti leikur Zlatan Ibrahimovic með sænska landsliðinu en þessi magnaði markahrókur tilkynnti á dögunum að hann myndi hætta með landsliðinu eftir mótið.

Belgar þurftu aðeins á stigi að halda til að gulltryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum en Svíþjóð þurfti öll stigin þrjú til þess að halda lífi á Evrópumótinu.

Radja Nainggolan skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu með glæsilegu langskoti og gerði um leið út um vonir Svía á sæti í 16-liða úrslitunum. Belgar náðu því öðru sæti E-riðilsins og mæta Ungverjum á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×