Fótbolti

Zlatan kominn í góðra manna hóp

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Zlatan fagnar í leikslok í gær og tók boltann að sjálfsögðu með til minningar.
Zlatan fagnar í leikslok í gær og tók boltann að sjálfsögðu með til minningar. Nordicphotos/Getty
Zlatan Ibrahimovic skoraði stórbrotna fernu í stórsigri PSG á Anderlecht í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi.

Zlatan er tíundi leikmaðurinn til þess að skora fernu í Meistaradeild Evrópu frá því breytingar voru gerðar á keppninni fyrir tímabilið 1992-1993. Hina leikmennina níu má sjá hér að neðan.

Marco Van Basten (1992-1993)

Öll mörk AC Milan í 4-0 sigri á IFK Gautaborg.

Simone Inzaghi (1999-2000)

Fjögur mörk í 5-1 sigri Lazio á Marseille

Dado Prso (2003-2004)

Fjögur mörk í 8-3 sigri Monaco á Deportivo La Coruna

Ruud van Nistelrooy (2004-2005)

Hollendingurinn sá um 4-1 sigur Manchester United á Sparta Prag

Andriy Shevchenko (2005-2006)

Öll fjögur mörk AC Milan í 4-0 sigri á Fenerbahce

Lionel Messi (2009-2010)

Öll fjögur mörk Barcelona í 4-1 sigri á Arsenal

Bafétimbi Gomis (2011-2012)

Fjögur marka Lyon í 7-1 sigri á Dinamo Zagreb

Mario Gomez (2011-2012)

Ferna í 7-0 sigri Bayern München á Basel

Robert Lewandowski (2012-2013)

Fjögur mörk í 4-1 sigri Dortmund á Real Madrid.

Aðeins einn leikmaður hefur skorað fimm mörk í sama leiknum frá árinu 1992-1993. Það var Lionel Messi í 7-1 sigri Barceona á Bayer Leverkusen tímabilið 2011-2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×