Innlent

Yfirlýst stefna að selja ekki hvalakjöt

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvalaskoðun verður æ vinsælli með hverju árinu
Hvalaskoðun verður æ vinsælli með hverju árinu
Hvalaskoðunarsamtök Íslands og IFAW-samtökin hafa hafið átak í samvinnu við hótel og veitingastaði sem hafa þá yfirlýstu stefnu að selja ekki hvalkjöt.

Límmiðar, sem á stendur Whale friendly, eru nú við aðalinnganga 54 veitingastaða allt frá Keflavík til Húsavíkur. Með límmiðanum lýsa staðirnir yfir stuðningi við hvalaskoðun á Íslandi. Fyrsti staðurinn til þess að skarta slíkum límmiða var Slippbar Marina-hótelsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×