Enski boltinn

Xhaka minnir hann á Pirlo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xhaka í búningi Arsenal á dögunum.
Xhaka í búningi Arsenal á dögunum. vísir/getty
Johan Djourou, fyrrum varnarmaður Arsenal, hefur líkt nýjasta leikmanni Arsenal, Granit Xhaka, við ítalska snillinginn Andrea Pirlo.

Xhaka var í vikunni fyrstu kaup Arsene Wenger a þessu ári, en hann er talinn hafa kostað félagið 30 milljónir punda. Hann kemur frá þýska liðinu Borussia Mönchengladbach.

„Hann hefur hæfileikana til að gefa langa bolta, mjög nákvæma og ég hef alltaf sagt að hann minnir mig svolítið á Pirlo, hvernig hann spilar,” sagði Djourou við Sky Sports.

„Hann er með hæfileikana til að spila Arsenal-leiðina. Hann er ákveðinn og það mun hjálpa honum í ensku úrvalsdeildinni og hann er frábær fótboltaspilari og er einnig góður í að vinna boltann.”

Djourou yfirgaf Arsenal sumarið 2014, en þá gekk hann í raðir Hamburg. Hann hefur engar aðrar en góðar sögur af Arsenal að segja.

„Hann spurði mig um fullt af hlutum um London, klúbbinn og ég get bara sagt frábæra hluti um það því ég átti frábæran tíam þarna,” sagði Djourou.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×