Viðskipti innlent

WOW air býður upp á viðskiptafarrými

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
WOW air býður upp á viðskiptafarrými í fyrsta sinn.
WOW air býður upp á viðskiptafarrými í fyrsta sinn. Vísir/vilhelm
Frá og með morgundeginum verður hægt að bóka sæti á viðskiptafarrými um borð í flugvélum WOW air. Boðið verður upp á stærri og breiðari sæti auk rýmri farangursheimilda.

WOW air tekur í notkun nýja bókunarvél á morgun og hægt verður að velja um þrjár mismunandi leiðir við kaup á farmiða. WOW Basic, WOW plus og WOW Biz.

Í WOW Biz leiðinni verður í Airbus 330 vélunum mögulegt að bóka sérstaklega breiðari og stærri sæti sem munu kallast Big Seat og er þetta í fyrsta sinn sem slík sæti eru í boði.

Breyting verður á farangursheimild sem innifalin er í verði flugmiðans. Innifalin er lítil taska, veski eða smáhlutur á borð við lítinn bakpoka, veski eða tölvutösku.

Þá verður einnig, frá og með lok marsmánaðar, boðið upp á flug tvisvar á dag til London, París, Amsterdam, Kaupmannahafnar, Berlínar og Dublin.

„Við höfum unnið hörðum höndum að því að lækka verð á flugi til og frá Íslandi sem og yfir Atlantshafið og þar með gert sem flestum kleift að ferðast. Núna ætlum við einnig að snarlækka hefðbundin viðskiptafargjöld með því að bjóða mikið af sömu þjónustu svo sem stærri sæti, töskuheimildir og máltíðir fyrir mun hagstæðari verð en áður hefur þekkst. Viðskiptafarþegar okkar hafa stöðugt verið að aukast og erum við hér með að mæta auknum kröfum þeirra,“ er haft eftir Skúla Mogensen forstjóra og stofnanda WOW air í tilkynningu frá flugfélaginu.


Tengdar fréttir

Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu

Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×