Bíó og sjónvarp

Wonder woman setur met í Hollywood

Samúel Karl Ólason skrifar
Gal Gadot og Patty Jenkins.
Gal Gadot og Patty Jenkins. Vísir/Getty
Kvikmyndin um Wonder Woman sem Patty Jenkins leikstýrir, er fyrsta myndin sem leikstýrð er af konu sem fær meira en hundrað milljónir dala til að moða úr. Gal Gadot í hlutverki Wonder Woman brá fyrir í myndinni Batman v SupermanDawn of Justice en á næsta ári verður uppunasaga Díönnu frá Themyscira sögð á silfurtjaldinu í fyrsta sinn.

Myndin verður frumsýnd þann 2. júní á næsta ári.

Karlarnir hafa lengi haft yfirhöndina með ofurhetjumynda þó auðvitað hafi verið gerðar myndir um kvenhetjur. Má þar nefna myndir um SupergirlCatwoman og Elektra.

Wonder Woman fjallar um Díönnu Prince og gerist um hundrað árum fyrir Batman v Superman. Hún yfirgefur heimkynni sín og ferðast um Evrópu á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×