Körfubolti

Westbrook samur við sig | Flautukarfa felldi Knicks

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Westbrook fer framhjá Marc Gasol í leiknum í nótt.
Westbrook fer framhjá Marc Gasol í leiknum í nótt. Vísir/AP
Russell Westbrook heldur áfram að safna þreföldum tvennum en hann náði einni slíkri í nótt er Oklahoma City Thunder vann Memphis Grizzlies, 103-95.

Westbrook var með 24 stig, þrettán fráköst og tólf stoðsendingar en þetta var átjánda þrefalda tvennan hans í vetur og 55. á ferlinum.

Enginn hefur náð jafn mörgum þreföldum tvennum á einu tímabili síðan Magic Johnson fyrir 35 árum síðan.

Þegar þessi lið mættust síðast þá vann Memphis stórsigur, 114-80, og Westbrook var rekinn af velli. En Oklahoma City náði að hefna þeirra ófarra og vinna góðan sigur.

Enes Kanter skoraði nítján stig fyrir Oklahoma City og Mike Conley 22 fyrir Memphis.



Portland lagði NBA-meistarana í Cleveland, 102-86. LeBron James var með 20 stig og ellefu fráköst fyrir Cleveland en undirbúningur beggja liða fyrir leik var lítill þar sem að slæmt veður setti strik í ferðaáælanir beggja liða.

Boston vann Washington, 117-108, þar sem Isaiah Thomas fór mikinn og skoraði 38 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta er Boston náði að síga fram úr og tryggja sér sigur.



Philadelpha vann New York, 98-97, þar sem T.J. McConnell var hetja fyrrnefnda liðsins. Hann tryggði Philadelphia sigur með flautukörfu.

Derrick Rose sneri aftur eftir að hafa misst af einum leik og skoraði 25 stig fyrir New York. Carmelo Anthony skoraði 28.



Úrslit næturinnar:

Philadelphia - New York 98-97

Oklahoma City - Memphis 103-95

Minnesota - Houston 119-105

Boston - Washington 117-108

LA Clippers - Orlando 105-96

Portland - Cleveland 102-86

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×