FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 06:00

Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu

VIĐSKIPTI

Westbrook međ 29. ţrennuna en Boogie fékk 18. tćknivilluna | Myndbönd

 
Körfubolti
07:30 27. FEBRÚAR 2017

Oklahoma City Thunder vann í nótt átta stiga sigur á New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta, 118-110, á heimavelli sínum. Russell Westbrook fór hamförum enn eina ferðina og nældi sér í 29. þrennuna á tímabilinu með 41 stigi, ellefu fráköstum og ellefu stoðsendingum.

New Orleans er nú búið að tapa öllum þremur leikjum sínum eftir að liðið fékk til sín einn hæfileikaríkasta stóra mann deildarinnar, DeMarcus „Boogie“ Cousins, en hann spilaði samt ótrúlega vel í nótt og skoraði 31 stig og tók tíu fráköst og aðeins 21 mínútu.

Á meðan Westbrook er búinn að gera það að listgrein að næla sér í þrennur er Cousins með svarta beltið í tæknivillum enda frekar tæpur leikmaður. Hann fékk eina slíka í nótt sem var hans 18. á tímabilinu og á hann því yfir höfði sér enn eitt leikbannið.

Cousins kláraði ekki leikinn því hann fékk sína sjöttu villu þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Hann braut þá á Russell Westbrook er leikstjórnandinn ótrúlegi gerði sér lítið fyrir og tróð yfir stóra manninn með látum. Algjörlega geggjuð tilþrif hjá Westbrook.

Cousins fékk tæknivillu og tvær hefðbundnar villur á fyrstu 95 sekúndunum sem hann spilaði en þar sem hann er búinn að fá svo margar tæknivillur á tímabilinu fer hann sjálfkrafa í bann ef hún verður ekki tekin til baka.

Anthony Davis skoraði 38 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar fyrir Pelicans en stóru mennirnir skoruðu því í heildina 69 stig af 110 stigum New Orleans. „Við erum að læra að spila saman,“ sagði Cousins við fréttamenn eftir leik.

Úrslit næturinnar:
LA Lakers - San Antonio Spurs 98-119
Milwaukee Bucks - Phoenix Suns 100-96
Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 98-105
Washington Wizards - Utah Jazz 92-102
Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 112-106
Detroit Pistons - Boston Celtics 98-104
OKC Thunder - New Orleans Pelicans 118-110
LA Clippers - Charlotte Hornets 124-121


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Westbrook međ 29. ţrennuna en Boogie fékk 18. tćknivilluna | Myndbönd
Fara efst