FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 06:00

Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu

VIĐSKIPTI

Westbrook búinn ađ jafna Wilt Chamberlain

 
Körfubolti
07:30 10. MARS 2017
Ţađ er létt yfir Russ.
Ţađ er létt yfir Russ. VÍSIR/GETTY

Hinn ótrúlegi Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder var með enn eina þreföldu tvennuna í nótt og að þessu sinni dugði hún til sigurs gegn San Antonio.

Westbrook var með 23 stig, tók 13 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. 31 þrefalda tvennan hjá honum í vetur sem kemur honum í annað sætið eftir flestar slíkar á einu tímabili í NBA-deildinni.

Hann deilir öðru sætinu sem stendur með sjálfum Wilt Chamberlain og mun örugglega sækja að meti Oscar Robertson en hann náði 41 slíkri á sögulegu tímabili.

Cleveland varð að sætta sig við tap gegn Detroit eftir að hafa tapað síðasta leikhlutanum með tólf stigum.

Eftir átta töp í röð tókst LA Lakers loksins að vinna leik er það sótti Phoenix heim. Lakers-menn geta því farið aðeins léttari inn í helgina.

Úrslit:

Detroit-Cleveland  106-101
Memphis-LA Clippers  98-114
Oklahoma-San Antonio  102-92
Portland-Philadelphia  114-108
Phoenix-LA Lakers  110-122

Staðan í NBA-deildinni.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Westbrook búinn ađ jafna Wilt Chamberlain
Fara efst