Enski boltinn

Wenger segir Arsenal ekki í viðræðum við neinn leikmann

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hagfræðingurinn.
Hagfræðingurinn. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að félagið sé ekki í viðræðum við neinn leikmann en útilokar ekki að hann muni bæta við leikmanni við leikmannahóp sinn á lokametrum félagsskiptagluggans.

Aðeins einn leikmaður hefur komið inn um dyrnar á Emirates vellinum í sumar er tékkneski markvörðurinn Petr Cech gekk til liðs við Arsenal frá erkifjendunum í Chelsea. Karim Benzema, framherji Real Madrid, hefur verið orðaður við Arsenal í allt sumar en hann virðist ekki vera á förum frá félaginu.

Wenger útilokar hinsvegar ekki að eitthvað komi upp á lokadögum félagsskiptagluggans en Arsenal hefur undanfarin ár fengið Mesut Özil, Mikel Arteta, Danny Welbeck og Andrey Arshavin á lokamínútum félagsskiptagluggans.

„Eins og staðan er í dag er ég ekki bjartsýnn á að fá nýja leikmenn, við erum ekki í viðræðum við neinn. Ég hef hinsvegar fulla trú á því að ef eitthvað spennandi býðst þá náum við að klára það þótt við höfum skamman tíma.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×