Enski boltinn

Wenger býður blaðamönnum út á lífið | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Meiðslalisti Arsenal hefur lengst enn frekar en í ljós er komið að miðjumaðurinn Francis Coquelin verður frá næstu tólf vikurnar. Hann meiddist í 2-1 tapi liðsins gegn West Brom um helgina. Coquelin er meiddur á hné en þarf þó ekki að fara í aðgerð.

Arsenal gæti þurft að kaupa leikmenn í janúar til að styrkja leikmannahópinn sem er í dag orðinn ansi þunnur. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur þó verið gagnrýndur fyrir að halda að sér höndum í þessum málum og hann var enn og aftur spurður út í þessi mál á blaðamannafundi í gær.

Sjá einnig: Draumur Arsenal á lífi eftir flottan sigur á Dinamo



„Þið skulið koma með mér út á lífið í eina kvöldstund og ég skal sýna ykkur að ég hræðist það ekki að eyða pening. Vinir mínir þekkja það svo sannarlega,“ sagði Wenger og uppskar hlátur í salnum.

Svar Wenger má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en spurningin er borin upp eftir um 3:45 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×