Enski boltinn

Walcott mun skrifa undir nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enski vefmiðillinn Goal.com fullyrðir í dag að Theo Walcott muni í vikunni gera nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal.

Samningur Walcott rennur út í sumar en nýi samningurinn er sagður gilda til 2017 og tryggja Walcott 110 þúsund pund, um 22 milljónir króna, í vikulaun. Hann fær í dag 74 þúsund pund - um fimmtán milljónir króna.

Þar að auki fengi Walcott nokkrar milljónir punda í bónus strax við undirskrift, eftir því sem fullyrt er í fréttinni.

Walcott er 23 ára gamall og er markahæsti leikmaður Arsenal á tímabilinu með fjórtán mörk. Hann hefur spilað sem sóknarmaður í síðustu leikjum og skoraði nýlega þrennu í sigri á Newcastle.

Arsenal gekk nýverið frá langtímasamningum við þá Jack Wilshere, Alex Oxlade-Chamerlain, Kieran Gibbs, Aaron Ramsey og Carl Jenkinson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×