Innlent

Voru við dýptarmælingar en ekki í fjársjóðsleit

Gissur Sigurðsson skrifar
Útgerðarfélag rannsóknarskipsins sem Landhelgisgæslan vísaði til Ísafjarðar vegna rannsókna í óleyfi vestur af landinu hefur formlega sótt um rannsóknarleyfi. Fréttir um gull og gersemar um borð í tilteknu flutningaskipi á hafsbotni hafa vakið áhuga ævintýramanna.

Það skip hét Rodina og sökk í júní árið 1942 þegar það villltist af leið frá Múrmansk í Rússlandi og sigldi á djúpsprengjubelti, sem Bretar höfðu lagt út af Vestfjörðum.

Óstaðfestar fregnir herma að um borð hafi verið mikið af gulli og gersemum, eins og eðalsteinum, sem Rússar ætluðu að nota til að greiða upp í hergögn fyrir Rauða herinn.

Rannsóknaskipið, sem er á Ísafiðrði heitir Endeavour, skráð í Togó í Afríku, í eigu bandarísks félags , sem er með skrifstofu í London og og mun skipið vera í einskonar verktöku fyrir einhvern aðila, sem fréttastofunni er ekki kunnugt um hver er.

Skipverjar segjast hafa verið við dýptarmælingar í leit að skipsflökum á svæðinu, en tilgreindu ekkert nánar um tilganginn með því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×