Erlent

Vöntun á níunda hæstaréttardómararanum stöðvar áætlun Obama

Atli Ísleifsson skrifar
Barrack Obama hefur þegar tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara en fulltrúar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi hafa neitað að taka útnefninguna til afgreiðslu
Barrack Obama hefur þegar tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara en fulltrúar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi hafa neitað að taka útnefninguna til afgreiðslu Vísir/AFP
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur greint frá því að hann sé klofinn í afstöðu sinni til áætlunar Barack Obama Bandaríkjaforseta að koma í veg fyrir brottvísun milljóna óskráðra innflytjenda í landinu.

Einungis átta dómarar eiga nú sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna eftir fráfall Antonin Scalia fyrr á árinu. Obama hefur þegar tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara en fulltrúar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi hafa neitað að taka útnefninguna til afgreiðslu og vilja láta næsta Bandaríkjaforsetja útnefna nýjan dómara.

Fjórir dómar greiddu atkvæði með lögunum og fjórir gegn.

Obama sniðgekk þingið með forsetaúrskurði sínum, en Repúblikaninn og þingforsetinn Paul Ryan sagðist fagna fréttunum og sagði að þingið ætti eitt að semja lög landsins.

Obama sagði pattstöðuna sem væri komin upp vera skelfilega fyrir milljónir manna. „Þau eru Bandaríkjamenn á allan hátt nema á pappírnum. Þingið mun ekki geta hunsa Bandaríkin að eilífu.“

Verði lög Obama forseta að lögum mun það veita milljónum manna rétt til að starfa löglega í landinu.


Tengdar fréttir

Lamaður hæstiréttur

Tvisvar hefur hæstarétti Bandaríkjanna mistekist að komast að meirihlutaniður­stöðu í mikilvægum málum vegna þess að dómstóllinn er ekki fullskipaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×