FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER NÝJAST 06:00

FH eyđir mýtunni um tíu marka manninn

SPORT

Von á stormi og búist viđ lokunum á Suđvesturlandi

 
Innlent
07:04 04. FEBRÚAR 2016
Ţađ er vonskuveđur framundan í dag.
Ţađ er vonskuveđur framundan í dag. VÍSIR/VILHELM

Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. Reiknað er með mikilli úrkomu suðaustan til á landinu. Hvassast verður sunnan og vestan til. Þá er mikil hætta á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar þar sem segir:

„Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkur snjóflóð féllu á svæðinu á mánudag og þriðjudag. Veðurspá gerir ráð fyrir töluverðri snjókomu á fimmtudag og föstudag í sterkum austlægum eða norðaustlægum áttum. Búast má við að þá geti snjóflóðahætta aukist hratt til fjalla.“

Þá býst Vegagerðin við að um og upp úr hádegi verði að loka Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði vegna væntanlegs óveðurs og að ólíkegt sé að hægt verði að beina umferð um Suðurstrandaveg. Þá er líklegt að einnig þurfi að loka Vesturlandsvegi um Kjalarnes.

Reiknað er með snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum, í Öræfum og á Kjalarnesi og hætt við að mjög blint verði víða. Síðdegis slotar á láglendi og þá tekur við flughálka.

Spáin gerir svo ráð fyrir að með kvöldinu snúist vindur í suðaustan 10 til 15 metra á sekúndu með slydduéljum suðvestan til. Suðaustanátt, 8 til 13 metrar á sekúndu á morgun en norðaustan 18 til 25 metrar á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum fram undir kvöld. Hiti verður 0 til 5 stig sunnanlands en frost annars 1 til 10 stig, mest í innsveitum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Von á stormi og búist viđ lokunum á Suđvesturlandi
Fara efst