Von á einstaklega fallegu veđri í vikunni

 
Innlent
10:16 13. JANÚAR 2016
Svona lítur spákort Veđurstofu Íslands út fyrir fimmtudag. Má búast viđ ađ fjölmargir muni draga fram skíđin í tilefni af ţessu blíđviđri, ţó svo ađ kalt verđi í veđri.
Svona lítur spákort Veđurstofu Íslands út fyrir fimmtudag. Má búast viđ ađ fjölmargir muni draga fram skíđin í tilefni af ţessu blíđviđri, ţó svo ađ kalt verđi í veđri. VÍSIR/VEDUR.IS

Landsmenn hafa ekki farið varhluta af kuldanum síðustu daga og er ekkert lát á honum ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Er í rauninni frost í kortunum eins langt og spáin nær fram á þriðjudag. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir hvassviðri og gæti orðið afar fallegt veður víðast hvar á landinu, sér í lagi á fimmtudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Í dag:
Norðan átt, víða 8 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri á Suður- og Suðvesturlandi, annars snjókoma eða él.

Á morgun:
Norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu Sunnan- og Austanlands, annars hægari vindur. Él, einkum austan til á landinu, en léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi. Frost 1 – 12 stig, kaldast í innsveitum.

Á föstudag:
Hæg sunnanátt, víða léttskýjað og talsvert frost, en stöku él vestast. Suðaustan 8 – 13 metrar á sekúndu og él við suðvesturströndina um kvöldið.

Á laugardag:
Suðaustlæg átt, bjartviðri og áfram kalt, en él og vægt frost sunnan til á landinu.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Austlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og víða talsvert frost, en sums staðar él við ströndina. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Von á einstaklega fallegu veđri í vikunni
Fara efst