Vogunarsjóðir með gríðarleg ítök í íslensku viðskiptalífi Magnús Halldórsson. skrifar 16. nóvember 2012 22:41 Vogunarsjóðir í umsjá bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Davidson Kempner eru með gríðarleg ítök í íslensku viðskiptalífi, og sjóðir á vegum þess eru meðal stærstu almennu kröfuhafa í bú föllnu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Þá eiga sjóðirnir stóra óbeina hluti í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Ítarleg úttekt um fjárfestingar vogunarsjóða á vegum bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Davidson Kempner mun birtast í nýrri helgarútgáfu Fréttablaðsins á morgun, en sjóðirnir hafa verið gríðarlega umfangsmiklir í kaupum á kröfum í þrotabú hinna föllnu banka, og hafa auk þess mikil ítök í íslensku viðskiptalífi í gegnum beint og óbeint eignarhald á fyrirtækjum. Þeir eru stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis, á meðal allra stærstu kröfuhafa Kaupþings, eiga stórar kröfur á Landsbankann, á meðal stærstu eigenda Straums fjárfestingabanka og Klakka, áður Exista, og hafa verið að kaupa upp hluti í Bakkavör Group af miklum móð, svo eitthvað sé nefnt. Hagsmunir Davidson Kempner á Íslandi eru flestir í gegnum írskt skúffufyrirtæki, Burlington Loan Management Ltd., sem hefur fjárfest fyrir um tvo milljarða dala, tæplega 250 milljarða króna, á síðustu þremur árum. Í ársreikningnum kemur fram að 38 prósent allra fjárfestinga sjóðsins hafi verið á Íslandi. Það þýðir að hann hafi fjárfest hérlendis fyrir rúmlega 94 milljarða króna. Stærstur hluti fjárfestinga Burlington er í fjármálafyrirtækjum. Gangi nauðasamningar Glitnis og Kaupþings í gegn líkt og stefnt er að á næstu mánuðum, og kröfum verður í kjölfarið breytt í hlutafé, mun Davidson Kempner og sjóðir þess vera beinn eða óbeinn eigandi að gríðarlega stórum hluta íslensks fjármála- og viðskiptalífs. Ítarlega verður fjallað um umsvif Davidson Kempner á Íslandi í helgarblaði Fréttablaðsins sem kemur út með nýju útliti, á morgun. Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Vogunarsjóðir í umsjá bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Davidson Kempner eru með gríðarleg ítök í íslensku viðskiptalífi, og sjóðir á vegum þess eru meðal stærstu almennu kröfuhafa í bú föllnu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Þá eiga sjóðirnir stóra óbeina hluti í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Ítarleg úttekt um fjárfestingar vogunarsjóða á vegum bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Davidson Kempner mun birtast í nýrri helgarútgáfu Fréttablaðsins á morgun, en sjóðirnir hafa verið gríðarlega umfangsmiklir í kaupum á kröfum í þrotabú hinna föllnu banka, og hafa auk þess mikil ítök í íslensku viðskiptalífi í gegnum beint og óbeint eignarhald á fyrirtækjum. Þeir eru stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis, á meðal allra stærstu kröfuhafa Kaupþings, eiga stórar kröfur á Landsbankann, á meðal stærstu eigenda Straums fjárfestingabanka og Klakka, áður Exista, og hafa verið að kaupa upp hluti í Bakkavör Group af miklum móð, svo eitthvað sé nefnt. Hagsmunir Davidson Kempner á Íslandi eru flestir í gegnum írskt skúffufyrirtæki, Burlington Loan Management Ltd., sem hefur fjárfest fyrir um tvo milljarða dala, tæplega 250 milljarða króna, á síðustu þremur árum. Í ársreikningnum kemur fram að 38 prósent allra fjárfestinga sjóðsins hafi verið á Íslandi. Það þýðir að hann hafi fjárfest hérlendis fyrir rúmlega 94 milljarða króna. Stærstur hluti fjárfestinga Burlington er í fjármálafyrirtækjum. Gangi nauðasamningar Glitnis og Kaupþings í gegn líkt og stefnt er að á næstu mánuðum, og kröfum verður í kjölfarið breytt í hlutafé, mun Davidson Kempner og sjóðir þess vera beinn eða óbeinn eigandi að gríðarlega stórum hluta íslensks fjármála- og viðskiptalífs. Ítarlega verður fjallað um umsvif Davidson Kempner á Íslandi í helgarblaði Fréttablaðsins sem kemur út með nýju útliti, á morgun.
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira