Vodafone mun ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla Randver Kári Randversson skrifar 28. maí 2014 12:10 Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Visir/Vilhelm Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar í lekamálinu til dómstóla, en fyrirtækið áréttar að um gagnastuld hafi verið að ræða. Vegna fréttar Vísis um úrskurð Persónuverndar í lekamálinu hjá Vodafone, þar sem kemur fram að Persónuvernd telur að varðveisla Vodafone á persónuupplýsingum, samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, hefur Vodafone sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Þann 30. nóvember sl. var brotist inn á heimasíðu Vodafone, þaðan sem gögnum var stolið. Tölvuþrjóturinn sem ábyrgur var fyrir innbrotinu gerði gögnin aðgengileg á netinu, m.a. innihald vefskilaboða sem send höfðu verið frá heimasíðunni. Í kjölfar innbrotsins óskuðu nokkrir aðilar eftir því við Persónuvernd, að stofnunin tæki afstöðu til þess hvort vistun umræddra vefskilaboða á einkasvæði notenda væri í samræmi við lög um persónuvernd. Niðurstaða Persónuverndar liggur nú fyrir. Stofnunin telur, að upplýst samþykki notenda hafi verið nauðsynlegt áður en vefskilaboð voru vistuð á einkasvæði notenda. Sú leið Vodafone að bjóða notendum að afþakka vistun á samskiptasögu sinni hafi ekki verið nægjanleg, þar sem hún hafi ekki falið í sér upplýst samþykki. Fyrirtækið hafi því ekki aflað samþykkis fyrir vistuninni með réttum hætti. Rétt er að taka fram, að ákvörðunin snýr aðeins að þeim álitaefnum sem heyra undir lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hún nær því ekki til álitaefna sem falla undir fjarskiptalög og Póst- og fjarskiptastofnun hefur til skoðunar. Vodafone mun ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Vodafone áréttar, að með vistun á samskiptasögu viðskiptavina á þeirra eigin læsta vefsvæði vildi Vodafone eingöngu þjónusta notendur. Meirihluti þeirra skilaboða sem send voru af vefnum voru frá þjónustufyrirtækjum og félagasamtökum, sem sendu sínum viðskiptavinum eða félagsmönnum þjónustuupplýsingar. Í kjölfar innbrotsins á heimasíðu Vodafone í nóvember sl. hét fyrirtækið því að verða leiðandi á sviði net- og upplýsingaöryggis. Vodafone hefur á undanförnum mánuðum gripið til margvíslegra aðgerða til að ná því markmiði. Má þar m.a. nefna fjölbreyttar tæknilegar breytingar og uppfærslur, veikleikaskannanir á tölvukerfum og árásaprófanir af ýmsu tagi. Áhættumat hefur verið endurgert, samstarf við Vodafone Group í netöryggismálum hefur verið eflt og fyrirtækið hefur lagt sig fram um að miðla af reynslu sinni til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar í lekamálinu til dómstóla, en fyrirtækið áréttar að um gagnastuld hafi verið að ræða. Vegna fréttar Vísis um úrskurð Persónuverndar í lekamálinu hjá Vodafone, þar sem kemur fram að Persónuvernd telur að varðveisla Vodafone á persónuupplýsingum, samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, hefur Vodafone sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Þann 30. nóvember sl. var brotist inn á heimasíðu Vodafone, þaðan sem gögnum var stolið. Tölvuþrjóturinn sem ábyrgur var fyrir innbrotinu gerði gögnin aðgengileg á netinu, m.a. innihald vefskilaboða sem send höfðu verið frá heimasíðunni. Í kjölfar innbrotsins óskuðu nokkrir aðilar eftir því við Persónuvernd, að stofnunin tæki afstöðu til þess hvort vistun umræddra vefskilaboða á einkasvæði notenda væri í samræmi við lög um persónuvernd. Niðurstaða Persónuverndar liggur nú fyrir. Stofnunin telur, að upplýst samþykki notenda hafi verið nauðsynlegt áður en vefskilaboð voru vistuð á einkasvæði notenda. Sú leið Vodafone að bjóða notendum að afþakka vistun á samskiptasögu sinni hafi ekki verið nægjanleg, þar sem hún hafi ekki falið í sér upplýst samþykki. Fyrirtækið hafi því ekki aflað samþykkis fyrir vistuninni með réttum hætti. Rétt er að taka fram, að ákvörðunin snýr aðeins að þeim álitaefnum sem heyra undir lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hún nær því ekki til álitaefna sem falla undir fjarskiptalög og Póst- og fjarskiptastofnun hefur til skoðunar. Vodafone mun ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Vodafone áréttar, að með vistun á samskiptasögu viðskiptavina á þeirra eigin læsta vefsvæði vildi Vodafone eingöngu þjónusta notendur. Meirihluti þeirra skilaboða sem send voru af vefnum voru frá þjónustufyrirtækjum og félagasamtökum, sem sendu sínum viðskiptavinum eða félagsmönnum þjónustuupplýsingar. Í kjölfar innbrotsins á heimasíðu Vodafone í nóvember sl. hét fyrirtækið því að verða leiðandi á sviði net- og upplýsingaöryggis. Vodafone hefur á undanförnum mánuðum gripið til margvíslegra aðgerða til að ná því markmiði. Má þar m.a. nefna fjölbreyttar tæknilegar breytingar og uppfærslur, veikleikaskannanir á tölvukerfum og árásaprófanir af ýmsu tagi. Áhættumat hefur verið endurgert, samstarf við Vodafone Group í netöryggismálum hefur verið eflt og fyrirtækið hefur lagt sig fram um að miðla af reynslu sinni til hagsbóta fyrir samfélagið allt.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira