Innlent

Vísindamenn í könnunarflugi

Það var um klukkan hálf þrjú í nótt sem vísindamenn tóku eftir breytingum í Grímsvötnum en þá fóru mælar skyndilega að sýna meiri óróa. Því var ákveðið að fljúga yfir vötnin og fór vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, í loftið rétt fyrir hádegi í dag . Myndatökumaður okkar var um borð og náði þessum myndum.

„Við sáum í raun og veru ekkert nema ummerki um hlaupið sjálft. Engin ummerki um gosvirkni voru sjáanleg, hvorki á yfirborðinu og líklega ekki heldur undir jökli," segir Eyjólfur Magnússon jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Aðspurður um óróann í nótt segir Eyjólfur: „Við vitum ekki svarið en það gæti haft eitthvað með breytingar á jarðhitakerfinu að gera." Eyjólfur segir ekki hægt að útiloka gos á svæðinu en ekkert bendi til þess nú en aukin skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í dag. Eyjólfur segir tilgang flugsins fyrst og fremst hafa verið að fá á hreint hvort eldsumbrot væru í gangi. Gagnlegar radarmyndir hefðu verið teknar í ferðinni sem koma sér líklega til góða síðar.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×