Erlent

Vísindamenn hafa hreinsað flugþjón af ásökunum um að hafa borið HIV-veiruna til Bandaríkjanna

Birgir Olgeirsson skrifar
Rannsóknin hefur einnig leitt í ljós að New York-borg reyndist örlagaríkur miðdepill þegar kom að útbreiðslu veirunnar.
Rannsóknin hefur einnig leitt í ljós að New York-borg reyndist örlagaríkur miðdepill þegar kom að útbreiðslu veirunnar. Vísir/Getty
Vísindamenn eru sagðir hafa hreinsað Gaetan Dugas á nokkuð sannfærandi hátt af ásökunum um að hafa borið HIV-veiruna til Bandaríkjanna.

Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en Dugas, sem er starfar sem flugþjónn, fékk á sínum tíma þann stimpil að hafa borið veiruna til Bandaríkjanna.

Ný rannsókn sem birt er í vísindatímaritinu Nature sýnir hins vegar fram á að hann var einn af mörg þúsund sem smitaðir voru af veirunni á áttunda áratug síðustu aldar.

Rannsóknin hefur einnig leitt í ljós að New York-borg reyndist örlagaríkur miðdepill þegar kom að útbreiðslu veirunnar.

Eyðni varð ekki þekkt fyrr en árið 1981 þegar óvenjuleg einkenni fóru að greinast í samkynhneigðum mönnum.

Þeir sem stóðu hins vegar að rannsókninni sem er birt í Nature gátu hins vegar kannað málið lengra aftur í tímann með því að skoða blóðsýni sem höfðu verið tekin í tengslum við rannsókn á lifrarbólgu á áttunda áratug síðustu aldar. Í mörgum blóðsýnanna mátti finna HIV-veiruna.

Teymið sem stóð að þessar rannsókn er við Háskólann í Arizona en það þróaði nýja aðferð til að endurraða erfðalykli veirunnar. Eftir að hafa skoðað 2.000 blóðsýni frá New York og San Francisco, gátu vísindamennirnir fullskapað átta HIV-erfðalykla úr þessum sýnum.

Sú skoðun leiddi í ljós þá niðurstöðu að vísindamennirnir þurftu að rekja upphaf veirunnar í Bandaríkjunum.

„Við getum staðsett upphaf veirunnar í Bandaríkjunum nokkuð nákvæmlega á árunum 1970 og 1971,“ segir á einum stað í niðurstöðum vísindamannanna.

Þeir rannsökuðu sérstaklega erfðalykil veirunnar sem er að finna í blóði Gaetan Dugas og komust að því að hann sé ekki sá bar veiruna til Bandaríkjanna.

Dugas, sem starfaði sem flugliði hjá Air Canada, lést árið 1984. Hann var merktur „Patient O“ af sóttvarnaembætti Bandaríkjanna sem síðar breyttist í „Patient 0“ eða „Patient Zero“ sem er enn notað í dag þegar átt er við fyrsta tilvik þegar verið er að rekja útbreiðslu faraldra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×