Innlent

Vísindamenn á leiðinni að Grímsvötnum

Vísindamenn leggja á ráðin.
Vísindamenn leggja á ráðin.
Landhelgisgæslan er á leiðinni í könnunarflug yfir gosstöðvarnar í Grímsvötnum.

Með í för verða vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og jarðvísindastofnun.

Í fluginu verður metið hver staða gossins sé en sjónarvottar sem fóru upp á Vatnajökul í morgun sögðu gosið í rénum.

Mynd sem Ágúst Guðbjörnsson tók og sendi fréttstofu sýnir að lítil sem engin virkni er í gosstöðvunum.


Tengdar fréttir

Gosið fjarar út

Ekkert gos var lengur í Grímsvötnum undir morgun, að sögn Karls Ólafssonar fjallaleiðsögumanns sem var við gosstöðvarnar undir morgun, í björtu og góðu veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×