Innlent

Vísað af heimilinu eftir að hafa ráðist á sambýliskonu sína

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Manninum var vísað út af heimilinu og úrskurðaður í nálgunarbann.
Manninum var vísað út af heimilinu og úrskurðaður í nálgunarbann. Vísir/Getty
Lögreglan á Selfossi var kölluð að heimili þar í bæ á annan dag jóla þar sem maður hafði ráðist á sambýliskonu sína. Konan var með minni háttar áverka en manninum var vísað af heimilinu og úrskurðaður í nálgunarbann.

Þá var brotist inn í hesthús í Þorlákshöfn einhvern tímann á bilinu frá klukkan 17 á laugardaginn til klukkan 9 á sunnudag. Hnökkum og beislum var stolið, og biður lögreglan þá sem gætu veitt einhverjar upplýsingar upp mannaferðir á þessum slóðum að hafa samband í síma 444-2010.

Þá var brotist inn í sumarhús við Kolgrafarhólsveg í Grímsnesi um miðjan desember. Mikið var rótað þar í hirslum og sjónvarpi, myndbandstæki og ýmsu öðru stolið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×