Virki og göng frá Sturlungaöld gætu verið fundin á Hrafnseyri Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2016 20:00 Virkisveggur og undirgöng frá tólftu öld, sem sagt er frá í Íslendingasögum, kunna að vera fundin á Hrafnseyri við Arnarfjörð með fjarkönnun. Hrafnseyri er ekki aðeins þekkt fyrir að vera fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta. Þar bjó á tólftu öld höfðinginn Hrafn Sveinbjarnarson, sem Þorvaldur Vatnsfirðingur drap við upphaf Sturlungaaldar, en Hrafn er talinn fyrsti lærði læknir landsins. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur flutti í dag fyrirlestur í Þjóðminjasafninu um rannsóknir sínar á Hrafnseyri undanfarin sex ár. Þær gætu verið að leiða í ljós mannvirki sem greint er frá í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar, en hún er talin samtímaheimild. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Og þar er sagt að Hrafn hafi byggt í kringum bæ sinn virki mikið. Það var það hátt að þeir þurftu að standa ofan á skildi til þess að komast yfir virkisvegginn,“ segir Margrét Hrönn í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Svo er líka greint frá því að það hafi verið göng, - og þá ekki ósvipuð þeim sem fundust á Keldum, - sem sagt: Þetta var ekki óþekkt á Sturlungaöld. Við höfum fundið sem sagt merki um það," segir hún. Staðarhaldarinn á Hrafnseyri, Valdimar J. Halldórsson, sýndi okkur hvar merki hafa fundist um þennan mikla vegg en hann virðist síðan liggja í gegnum núverandi kirkjugarð og áfram meðfram bekkunni fyrir ofan.Virkisveggurinn er talinn liggja þar sem mennirnir sjást á myndinni og síðan í gegnum kirkjugarðinn. Minnisvarði um Hrafn Sveinbjarnarson er í forgrunni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Margrét segir að veggurinn sé tveir metrar á breidd og gerður úr mjög stóru grjóti. Hún tekur fram að einnig séu til heimildir um veglega túngarða á Hrafnseyri. „En tveir metrar í grunninn á svona vegg er mjög, mjög breitt, og mikið breiðara en venjulegir túngarðar eru,“ segir Margrét, - án þess þó að vilja staðhæfa að virkisveggurinn sé fundinn. Undirgöngin eru ekki síður spennandi en þau eru talin hafa legið við suðvesturhorn núverandi kirkjugarðs. Sagan segir að synir Hrafns hafi gert göngin. „Þegar við gerðum fjarkönnun árið 2014 þá kemur í ljós að það er vissulega eitthvað holrúm þarna undir. En sumir segja að það sé bara vatnsrás í túninu. En svo gerði ég könnunarskurð, reyndar bara lítinn, og þá kom í ljós að að það er einhver strúktur þarna undir. Það verður rannsakað frekar í sumar og þá kannski sér maður hvort þetta eru göng frá Sturlungaöld eða hvort þetta er bara einhver önnur bygging,“ segir Margrét Hrönn Hallmunsdóttir fornleifafræðingur. Tengdar fréttir Höfðingi og læknir frá Hrafnseyri Jón Sigurðsson forseti er sá sem kemur upp í huga flestra þegar minnst er á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Sterk ímynd Jóns hefur skyggt nokkuð á þann sem staðinn byggði liðlega 600 árum fyrir fæðingu Jóns Sigurðssonar og staðurinn er kenndur við. Af Hrafni Sveinbjarnarsyni er þó til sérstök saga, Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Hrafn var mikill höfðingi á sinni tíð og einkum þekktur fyrir læknisverk sín. Hann var maður friðar en var engu að síður höggvinn í kjölfar deilna sem hann átti í við Þorvald Vatnsfirðing. Síðan eru liðin 800 ár. 3. mars 2013 15:00 Búskap hætt á Hrafnseyri Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, er komin í röð eyðijarða. Þetta fyrrum höfuðból var mannlaust í vetur, í fyrsta sinn frá landnámi. Þar er þó reynt að halda uppi öflugri starfsemi yfir sumartímann, en það nýjasta er að bjóða upp á háskólanám. 18. júlí 2006 18:57 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Virkisveggur og undirgöng frá tólftu öld, sem sagt er frá í Íslendingasögum, kunna að vera fundin á Hrafnseyri við Arnarfjörð með fjarkönnun. Hrafnseyri er ekki aðeins þekkt fyrir að vera fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta. Þar bjó á tólftu öld höfðinginn Hrafn Sveinbjarnarson, sem Þorvaldur Vatnsfirðingur drap við upphaf Sturlungaaldar, en Hrafn er talinn fyrsti lærði læknir landsins. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur flutti í dag fyrirlestur í Þjóðminjasafninu um rannsóknir sínar á Hrafnseyri undanfarin sex ár. Þær gætu verið að leiða í ljós mannvirki sem greint er frá í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar, en hún er talin samtímaheimild. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Og þar er sagt að Hrafn hafi byggt í kringum bæ sinn virki mikið. Það var það hátt að þeir þurftu að standa ofan á skildi til þess að komast yfir virkisvegginn,“ segir Margrét Hrönn í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Svo er líka greint frá því að það hafi verið göng, - og þá ekki ósvipuð þeim sem fundust á Keldum, - sem sagt: Þetta var ekki óþekkt á Sturlungaöld. Við höfum fundið sem sagt merki um það," segir hún. Staðarhaldarinn á Hrafnseyri, Valdimar J. Halldórsson, sýndi okkur hvar merki hafa fundist um þennan mikla vegg en hann virðist síðan liggja í gegnum núverandi kirkjugarð og áfram meðfram bekkunni fyrir ofan.Virkisveggurinn er talinn liggja þar sem mennirnir sjást á myndinni og síðan í gegnum kirkjugarðinn. Minnisvarði um Hrafn Sveinbjarnarson er í forgrunni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Margrét segir að veggurinn sé tveir metrar á breidd og gerður úr mjög stóru grjóti. Hún tekur fram að einnig séu til heimildir um veglega túngarða á Hrafnseyri. „En tveir metrar í grunninn á svona vegg er mjög, mjög breitt, og mikið breiðara en venjulegir túngarðar eru,“ segir Margrét, - án þess þó að vilja staðhæfa að virkisveggurinn sé fundinn. Undirgöngin eru ekki síður spennandi en þau eru talin hafa legið við suðvesturhorn núverandi kirkjugarðs. Sagan segir að synir Hrafns hafi gert göngin. „Þegar við gerðum fjarkönnun árið 2014 þá kemur í ljós að það er vissulega eitthvað holrúm þarna undir. En sumir segja að það sé bara vatnsrás í túninu. En svo gerði ég könnunarskurð, reyndar bara lítinn, og þá kom í ljós að að það er einhver strúktur þarna undir. Það verður rannsakað frekar í sumar og þá kannski sér maður hvort þetta eru göng frá Sturlungaöld eða hvort þetta er bara einhver önnur bygging,“ segir Margrét Hrönn Hallmunsdóttir fornleifafræðingur.
Tengdar fréttir Höfðingi og læknir frá Hrafnseyri Jón Sigurðsson forseti er sá sem kemur upp í huga flestra þegar minnst er á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Sterk ímynd Jóns hefur skyggt nokkuð á þann sem staðinn byggði liðlega 600 árum fyrir fæðingu Jóns Sigurðssonar og staðurinn er kenndur við. Af Hrafni Sveinbjarnarsyni er þó til sérstök saga, Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Hrafn var mikill höfðingi á sinni tíð og einkum þekktur fyrir læknisverk sín. Hann var maður friðar en var engu að síður höggvinn í kjölfar deilna sem hann átti í við Þorvald Vatnsfirðing. Síðan eru liðin 800 ár. 3. mars 2013 15:00 Búskap hætt á Hrafnseyri Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, er komin í röð eyðijarða. Þetta fyrrum höfuðból var mannlaust í vetur, í fyrsta sinn frá landnámi. Þar er þó reynt að halda uppi öflugri starfsemi yfir sumartímann, en það nýjasta er að bjóða upp á háskólanám. 18. júlí 2006 18:57 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Höfðingi og læknir frá Hrafnseyri Jón Sigurðsson forseti er sá sem kemur upp í huga flestra þegar minnst er á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Sterk ímynd Jóns hefur skyggt nokkuð á þann sem staðinn byggði liðlega 600 árum fyrir fæðingu Jóns Sigurðssonar og staðurinn er kenndur við. Af Hrafni Sveinbjarnarsyni er þó til sérstök saga, Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Hrafn var mikill höfðingi á sinni tíð og einkum þekktur fyrir læknisverk sín. Hann var maður friðar en var engu að síður höggvinn í kjölfar deilna sem hann átti í við Þorvald Vatnsfirðing. Síðan eru liðin 800 ár. 3. mars 2013 15:00
Búskap hætt á Hrafnseyri Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, er komin í röð eyðijarða. Þetta fyrrum höfuðból var mannlaust í vetur, í fyrsta sinn frá landnámi. Þar er þó reynt að halda uppi öflugri starfsemi yfir sumartímann, en það nýjasta er að bjóða upp á háskólanám. 18. júlí 2006 18:57