Virðing eða umburðarlyndi? Arnfríður Guðmundsdóttir og Hjalti Hugason skrifar 23. nóvember 2010 14:44 Íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Margt sem áður þótti sjálfsagt er það ekki nú. Við getum ekki lengur gefið okkur að allir Íslendingar séu norrænir í útliti, eða mótaðir frá barnæsku af vestrænum hugsunarhætti og kristnum gildum. Fjölbreytileikinn er smátt og smátt að taka við af einsleitninni og spurningin er áleitin: Hvernig ætlar íslenskt samfélag að bregðast við? Margt bendir því miður til þess að við sem samfélag höfum ekki staðið okkur sem skyldi við að aðlagast breyttum aðstæðum. Alltof oft heyrum við af því að þeim sem skera sig úr á einhvern hátt sé sýndur hroki og yfirlæti, ekki síst ef þau hafa ekki náð fullum tökum á íslenskri tungu. Þau sem hafa búið í öðru landi lengur eða skemur þekkja af eigin raun hve erfitt það getur verið að þurfa að tjá sig á öðru máli en móðurmálinu. Undir ákveðnum kringumstæðum getur það reynst flókið þegar umræðuefnið krefst orðaforða sem er viðkomandi framandi. Almennt er innfæddum Íslendingum sem ekki tala sérstaklega „góða íslensku" sýndur mun meiri skilningur en þeim sem tala með hreim. Við þurfum að taka á þessum vanda og þeim fordómum sem koma fram í viðhorfum til þeirra sem eru hluti af samfélagi okkar en eiga íslensku ekki að móðurmáli. Til þess eru vítin að varast þau. Margir benda á reynslu nágrannaþjóða okkar af breyttri samfélagsgerð sem innflutningur fólks af öðru þjóðerni hefur haft í för með sér. Vissulega hefur ekki allsstaðar gengið vel að byggja gott og öruggt fjölmenningarsamfélag. Af þeirri reynslu verðum við að læra. En við getum líka lært af reynslu okkar sjálfra við að glíma við fordóma gagnvart þeim sem skera sig úr fjöldanum. Á síðustu árum hefur vissulega ýmislegt breyst til batnaðar á meðal okkar. Afstaða samfélagins til samkynhneigðra hefur til dæmis breyst mikið á skömmum tíma. Í framhaldinu hafa aðstæður samkynhneigðra einstaklinga batnað mikið. Við getum lært margt af þessari reynslu okkar. Það er vissulega hægt að taka á fordómum, ef vilji er til. Fjölmenningarsamfélag er ekki valmöguleiki sem við stöndum frammi fyrir. Það er þvert á móti verkefni sem okkur ber að leysa. Fjölmenningarsamfélag verður að byggja á virðingu fyrir þeim sem skera sig úr. Umburðarlyndi nægir ekki. Það er ekki nóg að við umberum þau sem falla ekki undir staðalmynd hins íslenska borgara. Við verðum að virða þau sem jafningja og læra að meta það sem þau vilja og geta lagt til samfélags okkar. Virðing en ekki umburðarlyndi er lykillinn að góðu og öruggu samfélagi þar sem margbreytileiki nýtur sín og auðgar samfélagið. Þetta þarf að vera leiðarljós við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir íslenskt fjölmenningarsamfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Margt sem áður þótti sjálfsagt er það ekki nú. Við getum ekki lengur gefið okkur að allir Íslendingar séu norrænir í útliti, eða mótaðir frá barnæsku af vestrænum hugsunarhætti og kristnum gildum. Fjölbreytileikinn er smátt og smátt að taka við af einsleitninni og spurningin er áleitin: Hvernig ætlar íslenskt samfélag að bregðast við? Margt bendir því miður til þess að við sem samfélag höfum ekki staðið okkur sem skyldi við að aðlagast breyttum aðstæðum. Alltof oft heyrum við af því að þeim sem skera sig úr á einhvern hátt sé sýndur hroki og yfirlæti, ekki síst ef þau hafa ekki náð fullum tökum á íslenskri tungu. Þau sem hafa búið í öðru landi lengur eða skemur þekkja af eigin raun hve erfitt það getur verið að þurfa að tjá sig á öðru máli en móðurmálinu. Undir ákveðnum kringumstæðum getur það reynst flókið þegar umræðuefnið krefst orðaforða sem er viðkomandi framandi. Almennt er innfæddum Íslendingum sem ekki tala sérstaklega „góða íslensku" sýndur mun meiri skilningur en þeim sem tala með hreim. Við þurfum að taka á þessum vanda og þeim fordómum sem koma fram í viðhorfum til þeirra sem eru hluti af samfélagi okkar en eiga íslensku ekki að móðurmáli. Til þess eru vítin að varast þau. Margir benda á reynslu nágrannaþjóða okkar af breyttri samfélagsgerð sem innflutningur fólks af öðru þjóðerni hefur haft í för með sér. Vissulega hefur ekki allsstaðar gengið vel að byggja gott og öruggt fjölmenningarsamfélag. Af þeirri reynslu verðum við að læra. En við getum líka lært af reynslu okkar sjálfra við að glíma við fordóma gagnvart þeim sem skera sig úr fjöldanum. Á síðustu árum hefur vissulega ýmislegt breyst til batnaðar á meðal okkar. Afstaða samfélagins til samkynhneigðra hefur til dæmis breyst mikið á skömmum tíma. Í framhaldinu hafa aðstæður samkynhneigðra einstaklinga batnað mikið. Við getum lært margt af þessari reynslu okkar. Það er vissulega hægt að taka á fordómum, ef vilji er til. Fjölmenningarsamfélag er ekki valmöguleiki sem við stöndum frammi fyrir. Það er þvert á móti verkefni sem okkur ber að leysa. Fjölmenningarsamfélag verður að byggja á virðingu fyrir þeim sem skera sig úr. Umburðarlyndi nægir ekki. Það er ekki nóg að við umberum þau sem falla ekki undir staðalmynd hins íslenska borgara. Við verðum að virða þau sem jafningja og læra að meta það sem þau vilja og geta lagt til samfélags okkar. Virðing en ekki umburðarlyndi er lykillinn að góðu og öruggu samfélagi þar sem margbreytileiki nýtur sín og auðgar samfélagið. Þetta þarf að vera leiðarljós við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir íslenskt fjölmenningarsamfélag.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun