Innlent

Vír strengdur yfir brú á hjólastíg í Kópavogi: Lögreglan lítur málið alvarlegum augum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér má sjá hvernig vírinn var strengdur yfir brúna.
Hér má sjá hvernig vírinn var strengdur yfir brúna. mynd/elín áslaug
Búið var að strengja vír yfir brú í Kórahverfi í Kópavogi þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur fara um þegar Elín Áslaug Ásgeirsdóttir fór þar um í morgun. Hún tók meðfylgjandi myndir og birti á Facebook-síðu sinni en þetta er í annað skiptið í vikunni þar sem hjólreiðamenn í Kópavogi hjóla fram á slysagildru af þessu tagi.

„Þetta er auðvitað bara stórhættulegt gagnvart börnum og hjólreiðamönnum. Við lítum þetta alvarlegum augum en við höfum ekkert til að byggja á varðandi það hver er þarna að verki,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kópavogi í samtali við Vísi.

Hún áréttar fyrir almenningi að tilkynna svona til lögreglunnar og hvetur jafnframt þá sem kunna að hafa vitneskju um hverjir eru þarna að verki að hafa samband við lögregluna.

„Ef einhver veit hver eða hverjir eru þarna á ferð má sá hinn sami endilega hafa samband því núna er ekkert sem vísar okkur á hver gæti hafa gert þetta.“


Tengdar fréttir

„Þetta er líkamsárás, ekki slys“

Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, harmar umræðu í kjölfar þess að vír var strengdur fyrir hjólastíg yfir Elliðaár. Borgarfulltrúi segir um að ræða alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×