Vinstri Græn bera að hluta ábyrgð á töfum aðildarviðræðna 15. ágúst 2012 19:54 Ekki verður gert hlé á viðræðum við Evrópusambandið þrátt fyrir ákall um slíkt frá ráðherrum Vinstri grænna. Vinstri græn bera að hluta ábyrgð á töfum á aðildarviðræðunum, enda neitaði Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að veita umboð til að semja um annað en tollvernd í landbúnaði. Síðustu daga hafa þrír ráðherrar Vinstri grænna farið mikinn og sagst vilja endurskoða aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Af 35 samningsköflum hafa aðeins 18 verið opnaðir. Töf á viðræðum við sambandið skrifast samt að hluta á Vinstri græn. Það bera fundargerðir samninganefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu með sér. Til dæmis fundargerð frá 19. maí í fyrra. Þar lýsir formaður samninganefndarinnar því yfir að umboð fulltrúa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis í samninganefndinni sé takmarkað að því er varðar skoðun á öðrum kostum en tollvernd auk þess sem ekki væri til staðar umboð til að vinna að áætlanagerð. Einn samninganefndarmanna taldi að líta mætti svo á að með slíkri yfirlýsingu væri verið að stöðva viðræðurnar. Þarna kemur í raun fram að Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd VG, hafi bannað fulltrúa sínum að semja um neitt annað en tolla. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hversu ósamstíga stjórnarflokkarnir tveir hafa verið í þessu aðildarferli öllu. Þorsteinn Pálsson sem situr í samninganefnd Íslands segir að töf á aðildarviðræðum skrifist því í raun að hluta á Vinstri græna. „Upp að ákveðnu marki þá gerir það það auðvitað. Þeirra afstaða hefur verið á þann veg og það er auðvitað bara eðlileg afleiðing af þeirra afstöðu." Þorsteinn segir að ekki sé þó hægt að skella allri skuldinni á Vinstri græna. Engar breytingar er fyrirhugaðar á aðildarviðræðunum, samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Þorsteinn telur slíkt ástæðulaust, en segir eðlilegt sé að setja markmið um að ljúka viðræðum á næsta kjörtímabili. „Ég tel ástæðulaust að gera hlé. En menn þurfa að gefa sér lengri tíma og flytja þetta mál yfir á næsta kjörtímabil, það er skynsamlegt að gera það," segir hann. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Ekki verður gert hlé á viðræðum við Evrópusambandið þrátt fyrir ákall um slíkt frá ráðherrum Vinstri grænna. Vinstri græn bera að hluta ábyrgð á töfum á aðildarviðræðunum, enda neitaði Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að veita umboð til að semja um annað en tollvernd í landbúnaði. Síðustu daga hafa þrír ráðherrar Vinstri grænna farið mikinn og sagst vilja endurskoða aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Af 35 samningsköflum hafa aðeins 18 verið opnaðir. Töf á viðræðum við sambandið skrifast samt að hluta á Vinstri græn. Það bera fundargerðir samninganefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu með sér. Til dæmis fundargerð frá 19. maí í fyrra. Þar lýsir formaður samninganefndarinnar því yfir að umboð fulltrúa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis í samninganefndinni sé takmarkað að því er varðar skoðun á öðrum kostum en tollvernd auk þess sem ekki væri til staðar umboð til að vinna að áætlanagerð. Einn samninganefndarmanna taldi að líta mætti svo á að með slíkri yfirlýsingu væri verið að stöðva viðræðurnar. Þarna kemur í raun fram að Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd VG, hafi bannað fulltrúa sínum að semja um neitt annað en tolla. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hversu ósamstíga stjórnarflokkarnir tveir hafa verið í þessu aðildarferli öllu. Þorsteinn Pálsson sem situr í samninganefnd Íslands segir að töf á aðildarviðræðum skrifist því í raun að hluta á Vinstri græna. „Upp að ákveðnu marki þá gerir það það auðvitað. Þeirra afstaða hefur verið á þann veg og það er auðvitað bara eðlileg afleiðing af þeirra afstöðu." Þorsteinn segir að ekki sé þó hægt að skella allri skuldinni á Vinstri græna. Engar breytingar er fyrirhugaðar á aðildarviðræðunum, samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Þorsteinn telur slíkt ástæðulaust, en segir eðlilegt sé að setja markmið um að ljúka viðræðum á næsta kjörtímabili. „Ég tel ástæðulaust að gera hlé. En menn þurfa að gefa sér lengri tíma og flytja þetta mál yfir á næsta kjörtímabil, það er skynsamlegt að gera það," segir hann.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira