Enski boltinn

Vinnur Stoke sjaldséðan sigur í London? | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Eini leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fer fram á White Hart Lane klukkan 13:30 í dag þegar Tottenham Hotspurs tekur á móti Stoke City í 26. umferð ensku deildarinnar.

Tottenham féll úr leik í Evrópudeildinni fyrr í vikunni eftir 2-2 jafntefli gegn belgíska liðinu Gent en Tottenham lék manni færri stærstan hluta leiksins eftir að Dele Alli fékk rautt spjald í fyrri hálfleik.

Tottenham hefur þó átt góðu gengi að fagna á heimavelli í vetur en ekkert lið hefur sótt þrjú stig á White Hart Lane og er Tottenham í 3. sæti deildarinnar þegar seinasti kafli tímabilsins er að hefjast.

Mótherjar dagsins í Stoke sitja um miðja deild með 32 stig eftir 25 leiki en gestirnir geta komist upp fyrir Burnley með sigri í dag.

Leikmenn Stoke hafa hinsvegar ekki verið duglegir að sækja stig á ferðum sínum til London en Stoke hefur aðeins unnið einn leik af tuttugu í heimsóknum sínum til höfuðborgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×