Vinna í náttúrulegri tilraunastofu Svavar Hávarðsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Gísli Már Gíslason við störf í Hengladölum sumarið 2015. mynd/Kristinn Ingvarsson „Í Hengladölum eru lindalækir hlið við hlið á tveggja kílómetra kafla sem eru frá sex til 100 gráðu heitir, og eru upptakakvíslar Hengilsdalsár. Þessa læki höfum við nýtt sem náttúrulega tilraunastofu allt frá árinu 2004,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, sem, ásamt innlendu og erlendu samstarfsfólki, hefur leitað svara við því hvaða áhrif hlýnun loftslags og áburðarefnamengun hefur á lífríki straumvatna. Ein af fjölmörgum niðurstöðum þessara umfangsmiklu rannsókna eru vísbendingar um að hækkandi hiti, upp að vissu marki, hafi ekki alvarleg áhrif á afkomu urriða heldur geti honum þvert á móti fjölgað og hann vaxið hraðar með breyttu fæðuvali. Vísindamennirnir telja niðurstöðurnar benda til þess að urriðinn geti lagað sig að aðstæðum samfara hlýnandi loftslagi. Fyrirfram bjuggust þeir við að með hækkandi hita myndi urriðanum fækka og hann myndi stækka hægar, en niðurstöður rannsóknarinnar leiddu hið gagnstæða í ljós. Gísli og aðrir samstarfsmenn birtu nýlega grein um þessar niðurstöður í vísindaritinu Global Change Biology. Í rannsókninni merktu vísindamennirnir urriða í mismunandi heitum lækjum og fylgdust með vexti stofnsins yfir fimm mánaða tímabil. „Við komumst að því að urriðinn þolir meiri hita en hefur verið talinn hans kjörhiti, því þar hefur hann meira að bíta og brenna þar sem er meiri framleiðni lífrænna efna í vatninu. Hann leitar inn í allt að tuttugu gráða heitt vatn, en þar hrygnir hann hins vegar ekki. Til þess leitar hann í kaldara vatn,“ segir Gísli og bætir við í stærra samhengi hlutanna að rannsóknirnar tengist því markmiði víða um heim að færa mengaðar ár og vötn í átt til upprunalegs ástands í hlýnandi heimi sem krefst aukins skilnings hlýnunar á lífríkið. Spurður um þennan einstaka urriðastofn á Hengilssvæðinu sem er til rannsóknar segir Gísli að hann hafi lokast af fljótlega eftir ísöld, líkt og stórurriðinn í Þingvallavatni gerði. Erfðafræðileg rannsókn er hafin við Háskóla Íslands þar sem ekki er útilokað að þessir tveir stofnar séu að uppruna til sá sami, þó gjörólíkir séu í dag. Þar komi til náttúruval og þá hvaða gen hafi valist úr sem heppilegust voru á hvoru svæði.Vinna í náttúrulegri tilraunastofuÍ grunninn hefur rannsóknin beinst að því að nýta mismunandi hita straumvatnanna á Hengilsvæðinu til að stýra rannsóknaraðstæðum, og þannig hafa vísindamennirnir getað kannað hvað gerist í lífríkinu þegar lækir og ár hitna og þannig líkt eftir hnattrænni hlýnun. Rannsóknarspurningarnar eru margar sem leitast hefur verið við að svara; áhrifa hækkandi hita á lífverusamfélög vatna, og sama spurning um áhrif hækkandi hita á mengaðar ár. Greinin í Global Change Biology fjallar síðan um áhrifin upp fæðukeðjuna allt til rándýra – sem í vistkerfinu í Hengladölum er smávaxinn urriði. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
„Í Hengladölum eru lindalækir hlið við hlið á tveggja kílómetra kafla sem eru frá sex til 100 gráðu heitir, og eru upptakakvíslar Hengilsdalsár. Þessa læki höfum við nýtt sem náttúrulega tilraunastofu allt frá árinu 2004,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, sem, ásamt innlendu og erlendu samstarfsfólki, hefur leitað svara við því hvaða áhrif hlýnun loftslags og áburðarefnamengun hefur á lífríki straumvatna. Ein af fjölmörgum niðurstöðum þessara umfangsmiklu rannsókna eru vísbendingar um að hækkandi hiti, upp að vissu marki, hafi ekki alvarleg áhrif á afkomu urriða heldur geti honum þvert á móti fjölgað og hann vaxið hraðar með breyttu fæðuvali. Vísindamennirnir telja niðurstöðurnar benda til þess að urriðinn geti lagað sig að aðstæðum samfara hlýnandi loftslagi. Fyrirfram bjuggust þeir við að með hækkandi hita myndi urriðanum fækka og hann myndi stækka hægar, en niðurstöður rannsóknarinnar leiddu hið gagnstæða í ljós. Gísli og aðrir samstarfsmenn birtu nýlega grein um þessar niðurstöður í vísindaritinu Global Change Biology. Í rannsókninni merktu vísindamennirnir urriða í mismunandi heitum lækjum og fylgdust með vexti stofnsins yfir fimm mánaða tímabil. „Við komumst að því að urriðinn þolir meiri hita en hefur verið talinn hans kjörhiti, því þar hefur hann meira að bíta og brenna þar sem er meiri framleiðni lífrænna efna í vatninu. Hann leitar inn í allt að tuttugu gráða heitt vatn, en þar hrygnir hann hins vegar ekki. Til þess leitar hann í kaldara vatn,“ segir Gísli og bætir við í stærra samhengi hlutanna að rannsóknirnar tengist því markmiði víða um heim að færa mengaðar ár og vötn í átt til upprunalegs ástands í hlýnandi heimi sem krefst aukins skilnings hlýnunar á lífríkið. Spurður um þennan einstaka urriðastofn á Hengilssvæðinu sem er til rannsóknar segir Gísli að hann hafi lokast af fljótlega eftir ísöld, líkt og stórurriðinn í Þingvallavatni gerði. Erfðafræðileg rannsókn er hafin við Háskóla Íslands þar sem ekki er útilokað að þessir tveir stofnar séu að uppruna til sá sami, þó gjörólíkir séu í dag. Þar komi til náttúruval og þá hvaða gen hafi valist úr sem heppilegust voru á hvoru svæði.Vinna í náttúrulegri tilraunastofuÍ grunninn hefur rannsóknin beinst að því að nýta mismunandi hita straumvatnanna á Hengilsvæðinu til að stýra rannsóknaraðstæðum, og þannig hafa vísindamennirnir getað kannað hvað gerist í lífríkinu þegar lækir og ár hitna og þannig líkt eftir hnattrænni hlýnun. Rannsóknarspurningarnar eru margar sem leitast hefur verið við að svara; áhrifa hækkandi hita á lífverusamfélög vatna, og sama spurning um áhrif hækkandi hita á mengaðar ár. Greinin í Global Change Biology fjallar síðan um áhrifin upp fæðukeðjuna allt til rándýra – sem í vistkerfinu í Hengladölum er smávaxinn urriði.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira