Innlent

Vill útskýringar á dularfulla ljósinu

Breki Logason skrifar

"Ég er sannfærður um að við séum ekki ein í heiminum," segir ungur Reykvíkingur sem náði myndum af dularfullu ljósi yfir Árbænum í gærkvöldi.

Finnur Andrésson var á leið heim úr vinnu í gærkvöldi þegar hann kom augu á undarlegt ljós á himnum. Í fyrstu hélt hann að um flugvél eða þyrlu væri að ræða, og þegar heim var komið, reif hann upp símann og byrjaði að mynda herlegheitin.

Einhverjir hafa lýst því yfir í dag að um flugvél hafi verið að ræða, og vilja meina að Finnur hafi sjálfur verið að hreyfa myndavélina, sem skýri flöktið á ljósinu.

„Ég hreyfði ekki myndavélina," sagði Finnur sem gerir sér ekki fyllilega grein fyrir því um hvað var að ræða. Hann er þó viss um að þetta hafi ekki verið flugvél.

Frægt er þegar geimverur áttu að lenda á Snæfellsnesi þann 5.nóvember árið 1993. Þá safnaðist fólk saman og beið eftir verunum. Finnur segist ekki hafa verið í þeim hópi, og hann sé ekki meðlimur í geimverufélaginu. Honum hafi einfaldlega þótt þetta skrýtið og vilji fá svör.

En hvað með líf á öðrum hnöttum?

„Það er náttúrulega fáránlegt að halda því fram að við séum ein," segir Finnur sem er ekki viss hvað hann sá í gærkvöldi.




Tengdar fréttir

„Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum

Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni.

Geimverufræðingur efast ekki - Gnarr er þó ekki geimvera

Magnús Skarphéðinsson,formaður Hins Íslenska Geimverufélags, segist ekki efast um að ljósagangurinn í Árbæ í gærkvöldi sem Vísir hefur greint frá sé geimskip á ferð um himininn. Hann er hinsvegar á því að Jón Gnarr hafi farið með rangt mál þegar borgarstjórinn kallaði sig geimveru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×