Vill svipta séra Georg Fálkaorðunni 5. nóvember 2012 12:55 Séra Georg er nú látinn. En hann var sæmdur Fálkaorðuna árið 1994. „Nú legg ég til – nei, ég krefst þess að stórmeistari fálkaorðunnar, sem er núverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, beiti þessu ákvæði þegar í stað." Svona skrifar Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, á bloggsvæði sitt á Eyjunni. Þarna krefst hann þess að séra Ágúst Georg heitinn, verði sviptur fálkaorðinni sem hann var sæmdur af Vigdísi Finnbogadóttur árið 1994 fyrir störf sín í Landakotsskóla. Eins og kunnugt er kom fram skýrsla rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar fyrir helgi þar sem fram kom vitnisburður átta einstaklinga sem sögðust hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi af Georgi. Ofbeldið var allt frá káfi upp í nauðganir. „Það er beinlínis ógeðsleg tilhugsun að þarna hafi forseti Íslands heiðrað barnaníðing – og það einmitt fyrir það starf sem gerði honum kleift að níðast á börnum," skrifar Illugi og bætir við að það sem verra sé að tveir þeirra, sem voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna, vissu mætavel um ásakanir barnanna á hendur Georgi. Nafngreinir hann í þessu tilliti séra Hjalta Þorkelsson og Alfred Jolson biskup. Illugi skrifar svo: „Í skýrslunni kemur fram að Alfred Jolson biskupi var oftar en einu sinni sagt frá ásökunum á hendur séra George en hann gerði ekkert í málinu. Þá kemur líka fram að þegar árið 1985 var séra Hjalta Þorkelssyni sagt frá ásökunum á hendur séra George, en viðbrögð hans voru að segja: „Æ æ æ æ, þetta er agalegt." Illugi rökstyður sviptingu fálkaorðunnar með þeim rökum að í 11. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu segir eftirfarandi: „Stórmeistari getur, að ráði orðunefndar, svipt mann, sem hlotið hefur orðuna, en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana." Og Illugi skrifar að lokum: „Ef því verður ekki beitt í þessu tilfelli, hlýtur það að teljast marklaust með öllu." Fálkaorðan Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Nú legg ég til – nei, ég krefst þess að stórmeistari fálkaorðunnar, sem er núverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, beiti þessu ákvæði þegar í stað." Svona skrifar Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, á bloggsvæði sitt á Eyjunni. Þarna krefst hann þess að séra Ágúst Georg heitinn, verði sviptur fálkaorðinni sem hann var sæmdur af Vigdísi Finnbogadóttur árið 1994 fyrir störf sín í Landakotsskóla. Eins og kunnugt er kom fram skýrsla rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar fyrir helgi þar sem fram kom vitnisburður átta einstaklinga sem sögðust hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi af Georgi. Ofbeldið var allt frá káfi upp í nauðganir. „Það er beinlínis ógeðsleg tilhugsun að þarna hafi forseti Íslands heiðrað barnaníðing – og það einmitt fyrir það starf sem gerði honum kleift að níðast á börnum," skrifar Illugi og bætir við að það sem verra sé að tveir þeirra, sem voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna, vissu mætavel um ásakanir barnanna á hendur Georgi. Nafngreinir hann í þessu tilliti séra Hjalta Þorkelsson og Alfred Jolson biskup. Illugi skrifar svo: „Í skýrslunni kemur fram að Alfred Jolson biskupi var oftar en einu sinni sagt frá ásökunum á hendur séra George en hann gerði ekkert í málinu. Þá kemur líka fram að þegar árið 1985 var séra Hjalta Þorkelssyni sagt frá ásökunum á hendur séra George, en viðbrögð hans voru að segja: „Æ æ æ æ, þetta er agalegt." Illugi rökstyður sviptingu fálkaorðunnar með þeim rökum að í 11. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu segir eftirfarandi: „Stórmeistari getur, að ráði orðunefndar, svipt mann, sem hlotið hefur orðuna, en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana." Og Illugi skrifar að lokum: „Ef því verður ekki beitt í þessu tilfelli, hlýtur það að teljast marklaust með öllu."
Fálkaorðan Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira