Vill svipta séra Georg Fálkaorðunni 5. nóvember 2012 12:55 Séra Georg er nú látinn. En hann var sæmdur Fálkaorðuna árið 1994. „Nú legg ég til – nei, ég krefst þess að stórmeistari fálkaorðunnar, sem er núverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, beiti þessu ákvæði þegar í stað." Svona skrifar Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, á bloggsvæði sitt á Eyjunni. Þarna krefst hann þess að séra Ágúst Georg heitinn, verði sviptur fálkaorðinni sem hann var sæmdur af Vigdísi Finnbogadóttur árið 1994 fyrir störf sín í Landakotsskóla. Eins og kunnugt er kom fram skýrsla rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar fyrir helgi þar sem fram kom vitnisburður átta einstaklinga sem sögðust hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi af Georgi. Ofbeldið var allt frá káfi upp í nauðganir. „Það er beinlínis ógeðsleg tilhugsun að þarna hafi forseti Íslands heiðrað barnaníðing – og það einmitt fyrir það starf sem gerði honum kleift að níðast á börnum," skrifar Illugi og bætir við að það sem verra sé að tveir þeirra, sem voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna, vissu mætavel um ásakanir barnanna á hendur Georgi. Nafngreinir hann í þessu tilliti séra Hjalta Þorkelsson og Alfred Jolson biskup. Illugi skrifar svo: „Í skýrslunni kemur fram að Alfred Jolson biskupi var oftar en einu sinni sagt frá ásökunum á hendur séra George en hann gerði ekkert í málinu. Þá kemur líka fram að þegar árið 1985 var séra Hjalta Þorkelssyni sagt frá ásökunum á hendur séra George, en viðbrögð hans voru að segja: „Æ æ æ æ, þetta er agalegt." Illugi rökstyður sviptingu fálkaorðunnar með þeim rökum að í 11. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu segir eftirfarandi: „Stórmeistari getur, að ráði orðunefndar, svipt mann, sem hlotið hefur orðuna, en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana." Og Illugi skrifar að lokum: „Ef því verður ekki beitt í þessu tilfelli, hlýtur það að teljast marklaust með öllu." Fálkaorðan Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Nú legg ég til – nei, ég krefst þess að stórmeistari fálkaorðunnar, sem er núverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, beiti þessu ákvæði þegar í stað." Svona skrifar Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, á bloggsvæði sitt á Eyjunni. Þarna krefst hann þess að séra Ágúst Georg heitinn, verði sviptur fálkaorðinni sem hann var sæmdur af Vigdísi Finnbogadóttur árið 1994 fyrir störf sín í Landakotsskóla. Eins og kunnugt er kom fram skýrsla rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar fyrir helgi þar sem fram kom vitnisburður átta einstaklinga sem sögðust hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi af Georgi. Ofbeldið var allt frá káfi upp í nauðganir. „Það er beinlínis ógeðsleg tilhugsun að þarna hafi forseti Íslands heiðrað barnaníðing – og það einmitt fyrir það starf sem gerði honum kleift að níðast á börnum," skrifar Illugi og bætir við að það sem verra sé að tveir þeirra, sem voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna, vissu mætavel um ásakanir barnanna á hendur Georgi. Nafngreinir hann í þessu tilliti séra Hjalta Þorkelsson og Alfred Jolson biskup. Illugi skrifar svo: „Í skýrslunni kemur fram að Alfred Jolson biskupi var oftar en einu sinni sagt frá ásökunum á hendur séra George en hann gerði ekkert í málinu. Þá kemur líka fram að þegar árið 1985 var séra Hjalta Þorkelssyni sagt frá ásökunum á hendur séra George, en viðbrögð hans voru að segja: „Æ æ æ æ, þetta er agalegt." Illugi rökstyður sviptingu fálkaorðunnar með þeim rökum að í 11. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu segir eftirfarandi: „Stórmeistari getur, að ráði orðunefndar, svipt mann, sem hlotið hefur orðuna, en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana." Og Illugi skrifar að lokum: „Ef því verður ekki beitt í þessu tilfelli, hlýtur það að teljast marklaust með öllu."
Fálkaorðan Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira