Vill njóta lífsins meðan þrek hans varir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. júní 2016 07:00 Friðrik Guðmundsson hefur staðið í baráttu við Reykjanesbæ og vill komast aftur til bróður síns á sambýli í Lyngmóum. vísir/vilhelm Friðrik Guðmundsson dvelur á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi gegn vilja sínum. Hann býr á sambýli í Reykjanesbæ ásamt bróður sínum og þriðja manni en hefur verið vistaður á spítalanum frá 27. mars. Bræðurnir eru með sjaldgæfan erfðasjúkdóm, DMD, sem leggst á alla vöðva líkamans og ágerist með aldrinum. Friðrik var fluttur á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa farið í hjartastopp á sambýlinu. Síðan hefur hann legið á lungnadeildinni vegna þess að á sambýlinu er aðeins einn starfsmaður á vakt yfir nótt. „Starfsfólk sambýlisins treystir sér ekki til að taka við mér vegna manneklu. Það vantar eitt stöðugildi í viðbót,“ segir Friðrik, sem hefur barist síðustu vikur fyrir því að fá þá þjónustu sem hann þarf á sambýlinu. Friðrik sendi erindi til Reykjanesbæjar. Í því lýsir hann þeirri ósk sinni að bætt sé við stöðugildi á sambýlinu svo hann komist heim. Hann fékk þau svör nýverið að bæjaryfirvöld ætluðu að afla sér upplýsinga í öðrum sveitarfélögum um hvernig þessum málum væri háttað. „Í svarinu kemur ekkert fram um framtíð mína,“ segir Friðrik. „Ég vil lifa lífinu áfram eins lengi og ég get. Hér get ég ekki gert það,“ segir hann en lofar þó starfsfólk á deild A6 sem leggi sig fram við að gera honum lífið þolanlegt. Tveir þingmenn hafa reynt að leggja Friðriki lið. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Fjallað var um baráttu Friðriks og afskipti þingmanna í DV. „Ég var að heyra frá Ásmundi og hann er að fara á fund í Reykjanesbæ á fimmtudaginn,“ segir Friðrik.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Friðrik Guðmundsson dvelur á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi gegn vilja sínum. Hann býr á sambýli í Reykjanesbæ ásamt bróður sínum og þriðja manni en hefur verið vistaður á spítalanum frá 27. mars. Bræðurnir eru með sjaldgæfan erfðasjúkdóm, DMD, sem leggst á alla vöðva líkamans og ágerist með aldrinum. Friðrik var fluttur á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa farið í hjartastopp á sambýlinu. Síðan hefur hann legið á lungnadeildinni vegna þess að á sambýlinu er aðeins einn starfsmaður á vakt yfir nótt. „Starfsfólk sambýlisins treystir sér ekki til að taka við mér vegna manneklu. Það vantar eitt stöðugildi í viðbót,“ segir Friðrik, sem hefur barist síðustu vikur fyrir því að fá þá þjónustu sem hann þarf á sambýlinu. Friðrik sendi erindi til Reykjanesbæjar. Í því lýsir hann þeirri ósk sinni að bætt sé við stöðugildi á sambýlinu svo hann komist heim. Hann fékk þau svör nýverið að bæjaryfirvöld ætluðu að afla sér upplýsinga í öðrum sveitarfélögum um hvernig þessum málum væri háttað. „Í svarinu kemur ekkert fram um framtíð mína,“ segir Friðrik. „Ég vil lifa lífinu áfram eins lengi og ég get. Hér get ég ekki gert það,“ segir hann en lofar þó starfsfólk á deild A6 sem leggi sig fram við að gera honum lífið þolanlegt. Tveir þingmenn hafa reynt að leggja Friðriki lið. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Fjallað var um baráttu Friðriks og afskipti þingmanna í DV. „Ég var að heyra frá Ásmundi og hann er að fara á fund í Reykjanesbæ á fimmtudaginn,“ segir Friðrik.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira