Vill losa sig við hlut sinn í DV og býður verulegan afslátt Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2015 13:27 Feðgarnir Jón Trausti og Reynir Traustason. Hver hlutur í DV er metinn á 1,5 milljón. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur gefið það út að hlutur hans í DV, sem nemur einu prósenti, sé til sölu. Hann auglýsti hlut sinn á Facebook í gær, með veglegum afslætti og benti áhugasömum á að hafa samband við sig. Þessi yfirlýsing ritstjórans, fyrrum ritstjóra á DV og framkvæmdastjóra, kom beint ofan í talsverða umræðu sem spannst á samfélagsmiðlum í gær um forsíðuviðtal blaðsins, sem var í frídreifingu í gær, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Blaðinu hefur verið legið á hálsi að vera orðið málgagn Framsóknarflokksins, og byr undir þá vængi eru fjárkúgunarmál sem komst í hámæli; þegar systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir vildu átta milljónir frá Sigmundi Davíð. Samkvæmt fréttum fólst hótunin í því að ef hann myndi ekki láta féð af hendi rakna yrðu lögð fram gögn sem sýndu að hann hafi komið að fjármögnun Björns Inga Hrafnssonar á VefPressunni og þá DV með milligöngu MP banka.Nokkur umræða hefur verið um DV á samfélagsmiðlum og þessi mynd, sem birt var á FB-vegg Jóns Trausta, segir sína sögu um hvaða hug sumir áhugamenn bera til blaðsins.Meðal þeirra sem vönduðu blaðinu ekki kveðjurnar í gær er Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, sem segir blaðið nú hafa breyst úr manni í mús. „Lesa má milli lína að „sumir fyrrverandi eigendur DV" tengist fjárkúgunarruglinu sem snérist um vitneskju ástkonu Björns Inga um eitthvert brall þeirra félaga. Sem núverandi eigandi hlýt ég að óska eftir því við forsætisráðherrann að hann upplýsi hvaða hyski er á hælum hans og gefur forsmáðri konu þann innblástur sem varð tilefni fáránleikans við Hvaleyrarvatn.“ Jón Trausti segir í samtali við Vísi að sér hafi borist tilboð, en viðkomandi hafi bakkað út úr því. „Svo er einn búinn að setja sig í samband og er að hugsa.“ Að sögn Jóns Trausta er nafnverð hvers hluta um sig metið á eina og hálfa milljón. „En ég gef tugi prósenta í afslátt,“ segir Jón Trausti og helst að skilja að honum sé fyrst og fremst í mun að losa sig við þessi tengsl, fremur en að þetta sé peningaspursmál. En, verulegar væringar hafa verið um eignarhald á blaðinu, sem náðu hámarki fyrir um ári.Ég býð til sölu tæplega 1% hlut minn í DV ehf. á veglegum afslætti.Áhugasamir geta sent skilaboð.Posted by Jón Trausti Reynisson on 25. júní 2015 Tengdar fréttir Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Ritstjóri DV furðar sig á blendnum viðbrögðum við forsíðuviðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 25. júní 2015 13:44 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur gefið það út að hlutur hans í DV, sem nemur einu prósenti, sé til sölu. Hann auglýsti hlut sinn á Facebook í gær, með veglegum afslætti og benti áhugasömum á að hafa samband við sig. Þessi yfirlýsing ritstjórans, fyrrum ritstjóra á DV og framkvæmdastjóra, kom beint ofan í talsverða umræðu sem spannst á samfélagsmiðlum í gær um forsíðuviðtal blaðsins, sem var í frídreifingu í gær, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Blaðinu hefur verið legið á hálsi að vera orðið málgagn Framsóknarflokksins, og byr undir þá vængi eru fjárkúgunarmál sem komst í hámæli; þegar systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir vildu átta milljónir frá Sigmundi Davíð. Samkvæmt fréttum fólst hótunin í því að ef hann myndi ekki láta féð af hendi rakna yrðu lögð fram gögn sem sýndu að hann hafi komið að fjármögnun Björns Inga Hrafnssonar á VefPressunni og þá DV með milligöngu MP banka.Nokkur umræða hefur verið um DV á samfélagsmiðlum og þessi mynd, sem birt var á FB-vegg Jóns Trausta, segir sína sögu um hvaða hug sumir áhugamenn bera til blaðsins.Meðal þeirra sem vönduðu blaðinu ekki kveðjurnar í gær er Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, sem segir blaðið nú hafa breyst úr manni í mús. „Lesa má milli lína að „sumir fyrrverandi eigendur DV" tengist fjárkúgunarruglinu sem snérist um vitneskju ástkonu Björns Inga um eitthvert brall þeirra félaga. Sem núverandi eigandi hlýt ég að óska eftir því við forsætisráðherrann að hann upplýsi hvaða hyski er á hælum hans og gefur forsmáðri konu þann innblástur sem varð tilefni fáránleikans við Hvaleyrarvatn.“ Jón Trausti segir í samtali við Vísi að sér hafi borist tilboð, en viðkomandi hafi bakkað út úr því. „Svo er einn búinn að setja sig í samband og er að hugsa.“ Að sögn Jóns Trausta er nafnverð hvers hluta um sig metið á eina og hálfa milljón. „En ég gef tugi prósenta í afslátt,“ segir Jón Trausti og helst að skilja að honum sé fyrst og fremst í mun að losa sig við þessi tengsl, fremur en að þetta sé peningaspursmál. En, verulegar væringar hafa verið um eignarhald á blaðinu, sem náðu hámarki fyrir um ári.Ég býð til sölu tæplega 1% hlut minn í DV ehf. á veglegum afslætti.Áhugasamir geta sent skilaboð.Posted by Jón Trausti Reynisson on 25. júní 2015
Tengdar fréttir Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Ritstjóri DV furðar sig á blendnum viðbrögðum við forsíðuviðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 25. júní 2015 13:44 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Ritstjóri DV furðar sig á blendnum viðbrögðum við forsíðuviðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 25. júní 2015 13:44