Innlent

Vill létta leynd af styrkjum

opið bókhald Jóhanna mun beita sér fyrir því að leynd verði létt af styrkveitendum Samfylkingarinnar, sé svo að einhverjir hafi óskað eftir leynd.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
opið bókhald Jóhanna mun beita sér fyrir því að leynd verði létt af styrkveitendum Samfylkingarinnar, sé svo að einhverjir hafi óskað eftir leynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun beita sér fyrir því að leynd verði létt af fjárstyrkjum til Samfylkingarinnar, ríki einhver leynd yfir þeim. Svo geti verið að í einhverjum tilfellum hafi aðilar veitt styrki með leynd í huga, en leitað verði til þeirra og óskað eftir að leyndinni verði aflétt.

„Ég tel að það eigi að birta slíka styrki og það eigi að vera gegnsæi í því og Samfylkingin eigi að vera sjálfri sér samkvæm í því. En það má vera, og ég þarf að kanna það, að á því séu einhverjir annmarkar sem lúta að því að áður en lögin voru samþykkt hafi styrkirnir verið veittir undir því fororði að nöfn styrktaraðila yrðu ekki birt. Sé svo verði aðilar beðnir að aflétta trúnaði.“

Jóhanna segir 30 milljón króna styrk FL-group ótrúlega háan.

„Þetta sýnir það hvað var mikilvægt að fara út í það sem ég hef barist fyrir í 10 til 12 ár á þingi að hafa opið og gegnsætt bókhald hjá flokkunum. Sem betur fer komst það í gegn árið 2007 þannig að þetta ætti ekki að geta komið fyrir aftur. En þetta sýnir að það hefði fyrir löngu átt að vera búið að opna bókhald flokkanna.“- kóp



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×