Vill aukið samstarf á norðurskautssvæði Þorgils skrifar 12. október 2012 00:00 Michel Rocard, sérlegur sendifulltrúi franska forsetans í málefnum heimskautanna, segir nauðsynlegt að auka alþjóðlega samvinnu í málefnum norðurheimskautsins.Fréttablaðið/Vilhelm Meiri alþjóðlegrar samvinnu er þörf í málefnum norðurslóða og Ísland getur gegnt lykilhlutverki í að breyta því ástandi til batnaðar. Þetta segir Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra og sérlegur sendimaður forseta Frakklands í málefnum heimskautanna. Hann sótti landið heim og hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands auk þess sem hann hitti ráðamenn og vísindamenn. Rocard segir að þrátt fyrir að Frakkland og fleiri ríki vilji gjarnan leggja sitt af mörkum til þróunar í norðurskautsmálefnum hafi þau engan vettvang þar sem torsótt sé að fá að tjá sig á vettvangi Norðurskautsráðs. Þar eiga strandríkin átta ein sæti, til viðbótar við átta ríki sem hafa áheyrnaraðild. „Starf Norðurskautsráðsins skiptir okkur og önnur ríki miklu máli, þó að við eigum ekki lögsögu þar,“ segir Rocard og tekur sem dæmi hugsanlegar afleiðingar af olíumengunarslysi á norðurslóðum. Hann tekur olíuslysið í Mexíkóflóa sem dæmi, en aðstæður þar til að bregðast við vánni hafi verið gjörólíkar því sem yrði í Norðurhöfum. „Ef olíumengunarslys myndi henda þar, yrði um að ræða aldarlanga tortímingu fyrir lífkerfið. Sá möguleiki ætti að verðskulda sérstaka athygli og beinar aðgerðir, en því er ekki til að dreifa. Sem stendur verja strandríkin rétt sinn, en slys af fyrrnefndri stærðargráðu snertir hins vegar fleiri en bara þau ríki.“ Annað sem er aðkallandi að mati Rocards eru ný fiskimið sem eru að verða til vegna hlýnunar sjávar. Bæði eru fiskistofnar farnir að leita norðar og eins hefur ísinn hopað gríðarlega. „Með bráðnun íshellunnar hafa nú bæst við fjögurra milljóna ferkílómetra hafsvæði yfir sumartímann þar sem enginn hefur stundað veiðar áður. Mín tilfinning er sú að sjómenn muni leita á þessar slóðir innan tíðar og undirbúningur verður að hefjast fljótt.“ Sé horft til langs tíma, telur Rocard að Ísland hafi möguleika á að verða miðstöð vöruflutninga og ferðamennsku í Norður-Atlantshafi. Það gefi Íslendingum tækifæri til þess að verða leiðandi í leitar- og björgunarstarfi. Ísland geti einnig haft áhrif til batnaðar, að hans mati, varðandi framtíð norðurskautssvæðisins. „Ísland er í stöðu til að bera hinum ríkjunum í Norðurskautsráðinu þau skilaboð að þau eigi ekki að haga sér eins og lokaður hópur eigenda og halda öðrum utan við. Það er ekki rétt, og stenst það varla lög til framtíðar litið.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Meiri alþjóðlegrar samvinnu er þörf í málefnum norðurslóða og Ísland getur gegnt lykilhlutverki í að breyta því ástandi til batnaðar. Þetta segir Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra og sérlegur sendimaður forseta Frakklands í málefnum heimskautanna. Hann sótti landið heim og hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands auk þess sem hann hitti ráðamenn og vísindamenn. Rocard segir að þrátt fyrir að Frakkland og fleiri ríki vilji gjarnan leggja sitt af mörkum til þróunar í norðurskautsmálefnum hafi þau engan vettvang þar sem torsótt sé að fá að tjá sig á vettvangi Norðurskautsráðs. Þar eiga strandríkin átta ein sæti, til viðbótar við átta ríki sem hafa áheyrnaraðild. „Starf Norðurskautsráðsins skiptir okkur og önnur ríki miklu máli, þó að við eigum ekki lögsögu þar,“ segir Rocard og tekur sem dæmi hugsanlegar afleiðingar af olíumengunarslysi á norðurslóðum. Hann tekur olíuslysið í Mexíkóflóa sem dæmi, en aðstæður þar til að bregðast við vánni hafi verið gjörólíkar því sem yrði í Norðurhöfum. „Ef olíumengunarslys myndi henda þar, yrði um að ræða aldarlanga tortímingu fyrir lífkerfið. Sá möguleiki ætti að verðskulda sérstaka athygli og beinar aðgerðir, en því er ekki til að dreifa. Sem stendur verja strandríkin rétt sinn, en slys af fyrrnefndri stærðargráðu snertir hins vegar fleiri en bara þau ríki.“ Annað sem er aðkallandi að mati Rocards eru ný fiskimið sem eru að verða til vegna hlýnunar sjávar. Bæði eru fiskistofnar farnir að leita norðar og eins hefur ísinn hopað gríðarlega. „Með bráðnun íshellunnar hafa nú bæst við fjögurra milljóna ferkílómetra hafsvæði yfir sumartímann þar sem enginn hefur stundað veiðar áður. Mín tilfinning er sú að sjómenn muni leita á þessar slóðir innan tíðar og undirbúningur verður að hefjast fljótt.“ Sé horft til langs tíma, telur Rocard að Ísland hafi möguleika á að verða miðstöð vöruflutninga og ferðamennsku í Norður-Atlantshafi. Það gefi Íslendingum tækifæri til þess að verða leiðandi í leitar- og björgunarstarfi. Ísland geti einnig haft áhrif til batnaðar, að hans mati, varðandi framtíð norðurskautssvæðisins. „Ísland er í stöðu til að bera hinum ríkjunum í Norðurskautsráðinu þau skilaboð að þau eigi ekki að haga sér eins og lokaður hópur eigenda og halda öðrum utan við. Það er ekki rétt, og stenst það varla lög til framtíðar litið.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira